Starfsmaðurinn ræður för á innri vefnum

Faghópur um vefstjórnun hjá Ský efndi til fundar um innri vefi þann 30. október. Fundargestir fengu innsýn í smíði og hlutverk tveggja ólíkra innri vefja hjá Landspítalanum og Símanum. Auk þess flutti Sigrún Eva Ármannsdóttir, forstöðumaður hjá Advania, inngangserindi um hluverk innri vefja og hvers megi vænta á næstu árum….

Framtíð vefsins er skalanleg (responsive)

Fyrir um ári síðan fjallaði ég um þann vanda sem vefstjórar eiga í gagnvart miklum vexti í sölu snjallsíma og spjaldtölva. Á að fara í smíði sérstakra farsímavefja, búa til app / snjallsímaforrit eða veðja á skalanlega (responsive) vefi? Á íslensku er ekki komin niðurstaða í hvað responsive vefir skuli…

Vertu með hlutverk innri vefs á hreinu

Innri vefur, eða innranet, er mikilvægasti staðurinn fyrir starfsmenn til að finna upplýsingar og leysa dagleg verkefni. Innri vefur þarf að hjálpa starfsmönnum að leysa lykilverkefni. Staður til að “gera hlutina” en ekki bara “lesa um hlutina”. Sex grundvallarhlutverk innri vefs James Robertson skilgreinir fimm megin hlutverk fyrir innri vefi…

Gott innranet er forsenda góðrar afkomu

Stjórnendur fyrirtækja eru uppteknir af afkomunni, eðlilega.  Af henni eru þeir dæmdir. Þeir hafa líka áhyggjur af ímynd. Þess vegna sinna þeir öflugu markaðsstarfi, byggja upp þjónustu á netinu, halda úti vef, verja fé í auglýsingar og kynningarstarf út á við. En átta þeir sig á hver grunnforsendan er fyrir…

Megaleiðarkerfi ryðja sér til rúms

Á Íslandi hefur megaleiðarkerfi (mega menu) sótt í sig veðrið eftir heldur rysjótta tíð undanfarin ár. Margir nýir vefir, m.a. hjá tveimur bönkum (Arion og Landsbanka), stóru háskólunum (HÍ og HR) og ríkisfyrirtækjum (Umhverfisstofnun og RSK) hafa veðjað á megaleiðarkerfið. Það hefur klárlega marga kosti en í því felst einnig…