BBC kann að miðla fréttum á vef

Í þessari grein ætla ég að gera framsetningu frétta á vef að umtalsefni og bera saman íslenska og breska fréttavefi. Vefur Breska ríkisútvarpsins, BBC, skarar fram úr að mínu mati en íslenskir fréttavefir standa honum langt að baki.  Það er kannski lítil sanngirni að bera vef BBC saman við íslenska…

Orð skipta máli

Ríkissjónvarpið hefur undanfarnar vikur sýnt stórgóða þætti frá BBC sem nefnast Heimur orðanna (e. Planet Word) í umsjón Stephen Fry. Þessir þættir hafa vakið mig til umhugsunar um hvernig við metum mikilvægi orðanna í netheimum. Tungumálið og tjáning með orðum er það sem greinir mannskepnuna frá öðrum verum á plánetunni…

Það geta ekki allir orðið vefhönnuðir

Í kennslustofu í grunnskóla sonar míns eru þessi skilaboð áberandi: “Allir eru góðir í einhverju, enginn er góður í öllu”. Þessa góðu speki má auðveldlega yfirfæra á grafíska hönnun og vefinn. Það er nefnilega fjarri því að allir grafískir hönnuðir séu góðir vefhönnuðir. Auglýsingastofur skilja ekki vefinn Ég hef unnið…

Verkfærakista vefstjórans

Vefstjóri, rétt eins og iðnaðarmaðurinn, þarf á verkfærum að halda í daglegum störfum. Við sem vinnum við vefstjórn erum heppin að því leyti að fjárfesting í verkfærum sligar ekki reksturinn. Þau standa nefnilega okkur til boða gjarnan án endurgjalds. Við þurfum bara að sækja þau. Á námskeiðum sem ég hef…

Notendaprófanir eru besta fjárfestingin

Á hverju ári þurfa flestir sem stýra vefsvæðum að leggja niður fyrir sér hve mikið á að fjárfesta í vefmálum. Vefstjórar í meðalstórum og stærri fyrirtækjum eru iðulega með fleiri en einn vef undir sinni stjórn, t.d. innranet og ytri vef. Til að geta unnið almennilega áætlanagerð þarf að liggja…

Hver á innranetið?

Innranetið er vandræðabarn innan flestra fyrirtækja, það er oftar en ekki illa skipulagt, lítt viðhaldið og hálf hornreka. Stjórnendur taka það gjarnan ekki nægilega alvarlega og þar með er virðing fyrir því meðal starfsmanna oft takmörkuð. Sá sem hefur umsjón með innranetinu er því oftar en ekki með verkefnið sem…

Twitter og biðraðamenning landans

Twitter er að taka flugið á Íslandi og ekki bara meðal nördanna. Þessi samfélagsmiðill er þó fjarri því búinn að ná viðlíka stöðu og Facebook þar sem drjúgur hluti þjóðarinnar ver tíma sínum á degi hverjum. Þegar ég held námskeið í vefmálum á vegum Endurmenntunar þá spyr ég alltaf nemendur…

Er leit ekki lengur nauðsynleg á vef?

Vefurinn er ungur og frekar fáar hefðir hafa myndast í vefhönnun í samanburði við aðra miðla. Ein hefð er nánast að verða ófrávíkjanleg en það er staðsetning á merki eða logo fyrirtækis efst í vinstra horni á vef. Þar vita notendur að þeir geta alltaf komist í heimahöfn hvar sem…

Gott fyrirtæki sem misskilur vefinn

Frábær vefur segir þér hver lykilverkefnin eru um leið og þú lítur á vefinn. Viðskiptavinir vilja ekki þurfa að hugsa. Þeir eru komnir til að leysa verkefni, mættir á vefinn þinn og hann verður að aðstoða þá við að leysa verkefnin, bæði fljótt og vel. Þolinmæði þeirra er afar takmörkuð….

Fyrsta sæti í Google? Ekkert mál!

Gera má ráð fyrir því að allir sem reka vefi hafi það markmið að vefurinn finnist ofarlega í leitarvélum. Google gefur ítarlegar og góðar leiðbeiningar í þessum efnum sem ég hvet lesendur til að kynna sér. Fjöldinn allur af ráðgjöfum gefur sig út fyrir að aðstoða vefstjóra og eigendur fyrirtækja…