Þarftu fréttir á forsíðu vefsins?

Vefstjórar kannast flestir við kröfuna um að fyrirtækjavefir verði að vera lifandi. Vísasta leiðin til þess er að kalla eftir nýjum fréttum á vefinn og hafa þær áberandi á forsíðu. Þessi krafa kemur ekki frá notendum. Fréttafíklar vilja vitaskuld vera vissir um að finna nýjustu fréttir þegar þeira fara inn…

Um Íslensku vefverðlaunin 2013

Íslensku vefverðlaunin fyrir árið 2013 voru nýlega afhent við bráðskemmtilega athöfn í Gamla bíói. Ég ætla ekki að fara í saumana á einstökum vefjum sem unnu til verðlauna heldur skoða heildarmyndina og ræða hvort við erum á réttri leið með SVEF hátíðina. Ég skrifaði í nýlegri grein að með nýjum…

Vefur Gov.uk: Leið fyrir Ísland?

Á UT messu 7. febrúar 2014 hélt ég erindi um breska ríkisvefinn gov.uk og freistaðist að svara spurningunni hvort þetta væri leið fyrir Ísland? Svarið er já, íslensk stjórnvöld eiga hiklaust að skoða bresku leiðina og stuðla þannig að stórbættri rafrænni þjónustu og betri nýtingu fjármagns. Hér má finna upptöku…

Íslensk vefhönnun 2013 – Skalanleiki og flekahönnun

Í þessari grein rýni ég í íslenska vefhönnun. Ég gerði mér það að leik að skoða vefi sem hafa farið í loftið árið 2013. Þetta eru vefir frá nokkrum vefstofum (Kosmos og Kaos, Skapalón/Janúar, Hugsmiðjunni, TM Software og Sendiráðinu). Alls 36 vefir. Þetta er yfirborðsskoðun og gerð fyrst og fremst…

Þarf vefstjóri að vera „góður í tölvum“?

Vefstjóri þarf ekki að búa yfir yfirgripsmikilli tækniþekkingu, það er misskilningur. En hann þarf að tileinka sér lágmarksþekkingu og ekki síst þekkja grundvallaratriðin í HTML og lykilhugtök til að geta átt samskipti við tæknimenn. Því verður seint haldið fram að ég sé mikill tæknimaður og verð líklega aldrei. Lengst af…

Vefannáll 2013

Árið 2013 var gott vefár, betra en mörg ár þar á undan. Og það er bjart framundan, mörg teikn á lofti með það. Í þessari grein geri ég upp árið í vefannál. Ekki vísindalega eða í réttri tímaröð. Meira persónulega. Fyrir hvað verður ársins minnst? Ekki bara eitt en þó…