10 aðgengismál á vef sem þú átt að skoða

Okkur ber siðferðisleg skylda til að taka tillit til aðgengis á vefnum. Það eru einnig sterk fjárhagsleg rök að baki og bráðum knýr réttvísin dyra með lagasetningu. Ekki má gleyma stækkandi hópi notenda snjalltækja sem glíma við aðgengisvandamál á degi hverjum. Þrátt fyrir þessi sterku rök mæta aðgengismál gjarnan afgangi…

Getur ítölsk matargerð bætt íslenska vefmenningu?

Ég er einfaldur maður með einfaldar þarfir en ég lifi og hrærist í heimi sem verður sífellt flóknari. Hugmyndir koma til mín úr ýmsum áttum. Í þessari grein langar mig að segja frá því hvernig ítölsk matargerð hefur styrkt mig í trúnni á einfaldleikann á vefnum. Um leið og ég…

Flokkunaræfing (card sorting) í undirbúningi vefverkefna

Í nýlegri grein fjallaði ég um notkun viðtala í undirbúningi vefverkefna og minntist þá lítillega á æfingu sem ég kýs að kalla flokkunaræfingu en kallast card-sorting á ensku. Mig langar að fjalla nánar um þessa aðferð en hana nota ég í auknum mæli í verkefnum. Aðferðin er í senn einföld…

6 spora kerfið til bættrar vefheilsu

Á ráðstefnu Ríkiskaupa 7. nóvember fékk ég tækifæri til að flytja erindi um opinbera vefi. Ég kaus að kalla erindið „Betri opinberir vefir“ og hnýtti aftan við heitið „6 spora kerfið til bættrar vefheilsu“. Þessi grein er unnin upp úr erindinu og hægt er að skoða glærurnar hér á síðunni…

Viðtöl í undirbúningi vefverkefna

Í viðleitni minni að gera vefi betri og notendamiðaðri er ég farinn að tileinka mér fleiri aðferðir í notendarannsóknum. Í þessari grein fjalla ég um viðtöl við notendur og hagsmunaaðila (starfsmenn) en þetta er aðferð sem skilar miklum ávinningi þó hún henti ekki í öllum tegundum vefverkefna. Í viðtölum fáum…

Mýtan um dýrar og tímafrekar notendaprófanir á vef

Ein af mýtunum á vefnum er að notendaprófanir séu of kostnaðarsamar og tímafrekar. Þess vegna ákveða vefteymi að sleppa prófunum enda stöðug barátta við tímafjandann og kostnað. Ég hef fullan skilning á því að vefstjórar hafa takmörkuð fjárráð en ég hef enga samúð með þeim sem halda á lofti þessari…

Erindi frá ráðstefnu EuroIA í Edinborg

Þann 27. september hélt ég svokallað “Lightning Talk” á ráðstefnu evrópskra upplýsingaarkitekta í Edinborg, EuroIA, og erindið var búddismi og notendaupplifun. Sumir lesendur kannast líklega við umfjöllun um efnið. Ég ætla að leyfa mér að gera undantekningu á blogginu og birta í fyrsta sinn færslu á ensku þ.e. lengri útgáfu af…

Búdda veitir leiðsögn á vefnum

Í lok september flyt ég erindi um tengsl búddisma og notendaupplifunar á vef á ráðstefnunni EuroIA í Edinborg. Þessi titill á erindi ásamt tilkynningu um nýstofnað fyrirtæki mitt Fúnksjón vefráðgjöf var tilefni viðtals á Rás 1 mánudaginn 19. ágúst. Dagur Gunnarsson tók viðtalið fyrir þáttinn Sjónmál sem er á dagskrá…

Notendur lesa stundum á vefnum

Ef við ætlum að fá notendur til að lesa á vefnum þá þarf að leggja höfuðáherslu á góðan upplýsingaarkitektúr, góða hönnun og hágæða efni. Ný rannsókn Jakob Nielsen leiðir í ljós að merkilegt nokk þá lesa notendur á vefnum… stundum. Árið 1997 komst Jakob Nielsen að því í rannsókn að…

Google Analytics, AdWords og Webmaster Tools

Það er vandfundinn eigandi vefs sem nýtir sér ekki einhver verkfæri frá Google. Flestir vefstjórar gefa sér þó takmarkaðan tíma til að læra á þau og nýta til fulls. Af þeirri ástæðu sá faghópur um vefstjórnun hjá Ský tilefni til að kynna þrjú helstu verkfæri Google, þ.e. Analytics, AdWords og…