Er vefurinn þinn forarpyttur?

Hvað á sundlaug skylt með vef? Ekki margt í fjótu bragði en þó er hreinlæti á báðum stöðum afar mikilvægt. Munurinn á þessum stöðum liggur m.a. í því að ef sundlaugin vanrækir þrifin til lengri tíma þá verður henni lokað en vefur getur fengið að mengast svo árum skiptir án…

Viðvörun! Nýr texti á vefinn

Hversu flókið er að skrifa fyrir vef eða skipuleggja efni á vefnum? Ekki svo flókið í rauninni. Nokkrar grundvallarreglur þarf að hafa í heiðri en fyrst og fremst snýst verkefnið um aga. Ef þú ert vefstjóri í fyrirtæki þá er líklegt að þú fáir skilaboð í pósthólfið á hverjum degi…

Hvernig fáum við bankavef til að mala?

Eftirfarandi grein byggir á fyrirlestri á vefmessu Advania 1. febrúar 2013. Umfjöllunarefnið var  smíði á vef Íslandsbanka sem fór í loftið febrúar 2012 og tilurð skalanlegrar útgáfu af sama vef í desember 2012. Fyrir mér vakti að reyna að gefa eins raunsanna mynd af undirbúningi, áskorunum, vangaveltum og aðferðafræði sem Íslandsbanki…

Umdeildir riddarar leitarvélabestunar

Paul Boag hristi rækilega upp í umræðu um nytsemi leitarvélabestunar (SEO) með grein sem birtist hjá Smashing magazine í desember. Ég hef áður fjallað um þetta efni á sömu nótum og Paul gerir og fagna því þessari grein. Þar varaði Paul við agressívri leitarvélabestun og riddurum hennar. Óhætt er að…

11 heilræði fyrir vefstjóra 2013

Árið 2012 var ágætis ár fyrir vefinn eftir heldur mögur ár frá hruni. Án þess að hafa áreiðanlega tölfræði þá virðist manni nýjum vefjum hafa fjölgað mun meira árið 2012 en undanfarin ár. Vefiðnaðurinn er líklegur til að eflast á næstu árum þar sem höfuðviðfangsefnið verður aðlögun vefja að snjallsímum…

Er mál til komið að handskrifa vefi?

Orðavaðall er ein mesta ógnin við góða upplifun á vef. Það er svo auðvelt að skrifa langlokur og láta móðan mása við lyklaborðið. Við gefum okkur ekki tíma til að vinna textann. “Ég hefði skrifað styttra bréf en ég hafði ekki tíma í það” Þessi tilvitnun er höfð eftir franska…

Mobile er himnasending fyrir efni á vef

Þurfum við að setja okkur í ákveðnar stellingar þegar við skrifum fyrir vefi sem eru skoðaðir í snjallsímum og spjaldtölvum? Nei. Við skrifum ekki sérstaklega fyrir mobile en þess í stað leggjum við enn meiri þunga á grundvallaratriðin í skrifum fyrir vef. Í skrifum fyrir vefinn leggjum við í inngangi…

Ertu að hlunnfara “mobile” notendur?

Í umræðunni um snjallsíma- og spjaldtölvuvæðinguna hefur lítið farið fyrir umræðu um efnið sjálft sem notendur sækjast eftir. Umræðan snýst að mestu um hönnun og forritun. Ráðstefnur eru haldnar um hvort eigi að smíða farsímavef, app (native eða mobile), skalanlegan vef (responsive) eða halda sig við hefðbundinn vef. En það…

Hvað er upplýsingaarkitektúr?

Það hefur lítið farið fyrir umræðu um upplýsingaarkitektúr á Íslandi. Reyndar man ég aðeins eftir einum Íslendingi sem hefur stundað nám í þessari fræðigrein (en eru vafalaust fleiri) og lét að sér kveða um skamma hríð. Í Evrópu og Bandaríkjunum eru öflug samfélög í kringum þessa fræðigrein en upphaf hennar…

Vefurinn fær uppreisn æru

Vefstjórar kvarta gjarnan undan því að erfitt reynist að sannfæra stjórnendur um mikilvægi þess að halda úti öflugum vef með þeim mannskap, fjármagni og umgjörð sem honum ber. Leiðir sem ég hef talað fyrir er að vitna í skrif sérfræðinga, fá óháða ráðgjafa til vitnis og nota auðvitað eigin sannfæringarkraft….