Vefráðstefnur 2014

Á þessum tíma árs fer mig að þyrsta í fróðleik, ekki þennan sem ég sæki mér í hverri viku með lestri greina, bóka og bloggfærslna. Heldur að sækja spennandi viðburði þar sem ég hef tækifæri á að hitta framsæknasta fólkið í bransanum. Meðtaka útpælda hluti um hvernig við getum búið…

15 sannfæringar í vefmálum

Ég hef tekið saman 15 atriði sem ég hef sannfæringu fyrir í vefmálum. Þau ríma ágætlega við þau 15 ár (og reyndar einu betur) sem ég hef verið í vefbransanum. Eitt af því sem er svo gott við að eldast er reynslan og að geta deilt henni með öðrum. Ég…

10 mest lesnu greinarnar á Fúnksjón

Þegar ég fór af stað með funksjon.net í nóvember 2010 vakti aðeins fyrir mér að hafa aðgengilegan vef með völdu efni fyrir nemendur mína hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Nú 30 mánuðum síðar hafa birst yfir 60 greinar. Sumar góðar, aðrar ekki eins góðar. Meðfylgjandi er samantekt á besta efninu. Í…

Yfirlit um vefsamkomur 2013

Fyrir sérfræðinga í vefmálum er nauðsynlegt að hressa upp á þekkinguna á hverju ári. Það má gera með lestri bóka, sækja námskeið, fyrirlestra, sellufundi og ekki síst svo sem eina til tvær vefráðstefnur. Í þessari samantekt má finna marga spennandi viðburði bæði hérlendis og erlendis. Það sem dregur mig á…

Verkfærakista vefstjórans – ráðstefnur

Nauðsynlegt er fyrir vefstjóra að viðhalda þekkingu sinni. Ráðstefnur og námskeið eru góð leið til þess og ef grannt er skoðað er ýmislegt í boði þó auraráð séu takmörkuð. Margar hefðir hafa skapast í vefhönnun og grunnreglur fest sig í sessi t.d. í skrifum fyrir vefinn. Það breytir því ekki…

Verkfærakista vefstjórans

Vefstjóri, rétt eins og iðnaðarmaðurinn, þarf á verkfærum að halda í daglegum störfum. Við sem vinnum við vefstjórn erum heppin að því leyti að fjárfesting í verkfærum sligar ekki reksturinn. Þau standa nefnilega okkur til boða gjarnan án endurgjalds. Við þurfum bara að sækja þau. Á námskeiðum sem ég hef…

Verkfærakista vefstjórans – alls konar

Að hafa flokk sem heitir alls konar er eiginlega annað nafn yfir óflokkað og sumir geta verið svo ósvífnir að segja ruslflokkur. En svo sannarlega er ekki um gagnslitla vefi að ræða, öðru nær. Fullt af góðgæti sem vefstjórar geta gætt sér á. Sýnikennsla  Á Treehouse vefnum má finna myndbönd um…

Verkfærakista vefstjórans – markaðsmál og sýnileiki

Það er ekki allt búið þegar vefurinn er kominn í loftið, það skiptir jú máli að einhver taki eftir honum. Prófið þessi tól til að skoða og bæta sýnileika vefsins. Google tólin Á vefnum Googlerankings má sjá stöðu vefsins í Google. Skráðu vefinn þinn hjá Google. Í Google leitarvélinni geturðu…

Verkfærakista vefstjórans – undirbúningur verkefna

Við undirbúning vefverkefna eru ýmis tól og tæki brúkleg. Hér bendi ég á nokkur þeirra. Deila vinnuskjölum Í undirbúningi vefverkefna er gott að geta deilt vinnuskjali á milli vefhönnuðar, vefstjóra, verkefnastjóra og forritara. Google Docs er bráðsniðugt í það, hægt er að deila skjali með auðveldum hætti milli þeirra sem…

Verkfærakista vefstjórans – myndvinnsla

Eitt af því sem vefstjóri þarf að hafa í vopnabúri sínu eru tól til að vinna myndir og lágmarka stærð og gæði þeirra fyrir vefinn. Ég nota Photoshop eins og svo margir en það má líka benda á minni tól sem hafa líka aðra virkni sem stóra Photoshop hefur ekki….