Námskeið fyrir þá sem vilja styrkja sig í vefstjórn

Sigurjón flytur erindi á ráðstefnu Ríkiskaupa

Ljósmyndari: Erling Aðalsteinsson

Mér finnst gaman að kenna og miðla efni sem brennur á mér.

Með námskeiðum og fyrirlestrum leitast ég við að styrkja vefstjóra og aðra sérfræðinga í vefmálum í starfi, vekja athygli á mikilvægi efnis og aðstoða þátttakendur við að gera betri vefi. Umsagnir þátttakenda hvetja mann líka áfram.

Frá árinu 2010 hef ég staðið fyrir námskeiðum um vefmál hjá Endurmenntun HÍ og á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Ég kenni einnig við Vefskóla Tækniskólans.

Frá hausti 2016 kenni ég námskeið í diplómanámi í vefmiðlun á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Nánari kynningu má finna í stuttu myndbandi hér fyrir neðan.

Kannaðu hvort neðangreind námskeið henti þér eða hafðu beint samband og ég sníð námskeið eða fyrirlestur að þínum þörfum.

Sérnsiðin námskeið

Ég vek athygli fyrirtækja og stofnana á því að ég býð upp á sérsniðin námskeið og fyrirlestra t.d. varðandi skrif fyrir vefinn, skipulag innri vefja og undirbúning vefverkefna. Hafið samband fyrir nánari upplýsingar

Námskeiðslýsingar

  • Starf vefstjórans - grunnnámskeið

Á námskeiðinu fá þátttakendur góða innsýn í hvernig staðið er að undirbúningi vefverkefna með stefnumótun, gerð kröfulýsingar, greiningu á gögnum um vefumferð, mikilvægi þess að kortleggja vefi samkeppnisaðila og þeirra sem skara fram úr, nýta skýrslur og bækur eftir helstu sérfræðinga og vinna með öllum þeim aðilum sem að koma að gerð eins vefs. Þátttakendur fá yfirlit um þau verkfæri sem vefstjóri þarf að búa yfir í sínu starfi.

  • Skrif fyrir vefinn

Mestu verðmætin á hverjum vef liggja í efninu. Regluleg skrif skila varanlegum árangri fyrir sýnileika í leitarvélum. Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig á að móta efnisstefnu, skipuleggja og skrifa efni á vef og ná um leið góðum árangri í leitarvélum. Skoðað er hvernig megi gera vefi markvissari með því að fækka síðum, stytta og brjóta upp texta og prófa efni. Fjallað verður sérstaklega um miðlun efnis fyrir síma og spjaldtölvur.

  • Skipulag innri vefja

Innri vefir gegna lykilhlutverki í að skapa sameiginlega menningu innan fyrirtækja og stofnana og auka hagkvæmni innan þeirra. Í þessu námskeiði er farið yfir helstu þætti í skipulagi innri vefja og samfélagsmiðlun.

Farið verður yfir hvað einkennir góða innri vefi og sérstaklega breyttar áherslur með aukinni samfélagsmiðlun og gagnvirkni. Rýnt verður í rannsóknir erlendra sérfræðinga á þessu sviði og dæmi tekin af innri vefjum sem þykja skara framúr.

Þátttakendur eru hvattir til að senda inn skjáskot af sínum innri vefjum og fá rýni á þau frá kennara og samnemendum.

  • Vefhönnun og notendaupplifun

Markmiðið með námskeiðinu er að efla skilning grafískra hönnuða og prentsmiða á vefhönnun. Farið verður í grundvallaratriði vefhönnunar, undirbúning vefverkefna, tengsl texta og hönnunar, skipulag vefja og notkun myndefnis. Áhrif snjallsíma og spjaldtölva verða sérstaklega skoðuð. Einnig verður rýnt í mælingar, og prófanir.

Nemendur teikna skissur að vef sem verða rýndar af reyndum vefhönnuði. Auk fyrirlestra er hvatt til umræðna í tímum og unnin hagnýt verkefni.

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að þekkja grundvallaratriði vefhönnunar og mikilvægustu þætti í notendaupplifun á vef.

  • Undirbúningur vefverkefna

Vanda þarf til undirbúnings vefverkefna. Vefstjórar þurfa að þekkja lykilverkefnin, markhópinn, notendur og ákveða markmið með nýjum vef. Á þessu námskeiði verður farið í hvernig undirbúningi er háttað, gerð kröfulýsinga, farið yfir hvernig við getum sett okkur markmið og mótað stefnu fyrir vefinn. Í undirbúningi eru vefgreiningartól eins og Google Analytics mikilvæg en rýnt verður í notkun þess.

  • Örnámskeið og fyrirlestrar

Fyrirtæki og stofnanir geta óskað eftir stuttu og hnitmiðuðu námskeiði eða fengið fyrirlestur á mínu sérfræðisviði. Á slíkum námskeiðum verður oft lífleg samræða sem næst ekki á lengri námskeiðum með mörgum þátttakendum. Saman finnum við út úr því hvað mikilvægast er að leysa á vefnum.

Sérsniðnir fyrirlestrar og námskeið líka í boði

Hafðu samband eða hringdu 666 5560