Eitt af því góða við að kenna er að maður fær alltaf mælingu á því hvernig maður stendur sig að námskeiði loknu.

Ég hef verið svo lánsamur að nemendur hafa sýnt ítrustu kurteisi í sínum ummælum og stundum fer maður hjá sér þegar hrósið verður of gott. Hér er nokkur dæmi um ummæli nemenda úr námskeiðum við Háskóla Íslands.

Háskóli Íslands: Nemendur í vefmiðlun

– Vor 2017

Langskemmtilegasta nám sem ég hef farið í. Ótrúlega áhugasamur og hvetjandi kennari. Hvetur til gagnrýni og kann að taka umræðu um námskeiðið. Er duglegur að leita til nemenda með endurgjöf á einstaka þætti. Þetta nám er svo skemmtilegt að þrátt fyrir að því sé nú lokið þá langar mig að skrá mig í meira.

Mikill áhugi kennara smitar frá sér. Notar skemmtileg dæmi og gerir hlutina skiljanlegri.

Sigurjón sinnir nemendum sínum vel, er skipulagður, kennslustundir eru lifandi og vel undirbúnar. Hann er persónulegur í kennslunni en einnig afar faglegur. Maður smitast af áhuga hans af efninu.

Brennandi áhugi á efninu og gríðarleg þekking. Góður kennslustíll með samskipti við nemendur í tímum. Vekur áhuga á efninu. Svarar fyrirspurnum strax.

Háskóli Íslands – Málstofa: vefritstjórn og starf vefstjórans

– Vor 2013

Gott að hafa kennara sem er tengdur atvinnulífi, er að vinna við vefumsjón og talar af reynslu. Afar áhugasamur og áheyrilegur fyrirlesari, allt skipulag til fyrirmyndar.

Frábær kennari.

Skipulagður, vel undirbúinn, sveigjanlegur, kemur fram af virðingu við alla.

Sigurjón hefur greinilega mikinn áhuga á efninu og veit mikið um það.

Hröð yfirferð, skýr fyrirmæli, “no bullshit”. Praktíst og gott.

Sigurjón Ólafsson er snillingur í að koma miklu efni frá sér á stuttum tíma – en samt á skilmerkilegan hátt

Uppfært 1. ágúst 2017

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.