Vefannáll 2013

Árið 2013 var gott vefár, betra en mörg ár þar á undan. Og það er bjart framundan, mörg teikn á lofti með það. Í þessari grein geri ég upp árið í vefannál. Ekki vísindalega eða í réttri tímaröð. Meira persónulega. Fyrir hvað verður ársins minnst? Ekki bara eitt en þó…

Markaðssetning og vefurinn

Það reynist sumum vefstjórum erfitt að sinna markaðsmálum samhliða vefstjórastörfum. Þar spilar inn í að vefstjórar eru gjarnan “introvertar” og markaðsstarf krefst þess að þeir séu “extrovertar”. Ég held að það gildi um stóran hluta vefstéttarinnar að hún vill vinna sín verk í friði og kallar ekki á athygli. En…