Ertu háseti eða skipstjóri á þínum vef?

Margir vefstjórar kannast líklega við þá upplifun að vera eins og háseti á eigin skipi. Að hafa ekki fullt umboð til athafna. Getið þið ímyndað ykkur skip þar sem enginn skipstjóri er um borð en stýrimenn skipta jafnvel tugum og gefa skipanir í allar áttir? Á fleyinu vinnur svo harðduglegur…

Á vefnum þarf fókus og einfaldleika

Á vefnum er mikilvægt að vinna að stöðugum umbótum og í átt að einfaldleika. Steve Jobs, forstjóri Apple, hafði þessi gildi í heiðri í sinni vöruþróun.* Ein megin lífsspeki Steve Jobs, forstjóra Apple, á vel við á vefnum. Þessi speki, eða mantra, kemur úr Zen Búddisma og snýst um fókus…

Almenn skynsemi lykilþáttur í starfi vefstjóra

Starf vefstjóra krefst yfirgripsmikillar þekkingar en er samt ekki sérfræðingsstarf. Vefstjóri er ekki útlærður í neinu fagi en þarf að þekkja mörg svið og hafa fjölbreytta hæfileika. Fyrst og síðast snýst starf vefstjórans um almenna skynsemi. Ef þú hefur hana ekki þá er starfið ekki fyrir þig. Heimilislæknir en ekki…

Vefurinn fær uppreisn æru

Vefstjórar kvarta gjarnan undan því að erfitt reynist að sannfæra stjórnendur um mikilvægi þess að halda úti öflugum vef með þeim mannskap, fjármagni og umgjörð sem honum ber. Leiðir sem ég hef talað fyrir er að vitna í skrif sérfræðinga, fá óháða ráðgjafa til vitnis og nota auðvitað eigin sannfæringarkraft….

Verkfærakista vefstjórans – ráðstefnur

Nauðsynlegt er fyrir vefstjóra að viðhalda þekkingu sinni. Ráðstefnur og námskeið eru góð leið til þess og ef grannt er skoðað er ýmislegt í boði þó auraráð séu takmörkuð. Margar hefðir hafa skapast í vefhönnun og grunnreglur fest sig í sessi t.d. í skrifum fyrir vefinn. Það breytir því ekki…

Verkfærakista vefstjórans

Vefstjóri, rétt eins og iðnaðarmaðurinn, þarf á verkfærum að halda í daglegum störfum. Við sem vinnum við vefstjórn erum heppin að því leyti að fjárfesting í verkfærum sligar ekki reksturinn. Þau standa nefnilega okkur til boða gjarnan án endurgjalds. Við þurfum bara að sækja þau. Á námskeiðum sem ég hef…

Notendaprófanir eru besta fjárfestingin

Á hverju ári þurfa flestir sem stýra vefsvæðum að leggja niður fyrir sér hve mikið á að fjárfesta í vefmálum. Vefstjórar í meðalstórum og stærri fyrirtækjum eru iðulega með fleiri en einn vef undir sinni stjórn, t.d. innranet og ytri vef. Til að geta unnið almennilega áætlanagerð þarf að liggja…

Gott fyrirtæki sem misskilur vefinn

Frábær vefur segir þér hver lykilverkefnin eru um leið og þú lítur á vefinn. Viðskiptavinir vilja ekki þurfa að hugsa. Þeir eru komnir til að leysa verkefni, mættir á vefinn þinn og hann verður að aðstoða þá við að leysa verkefnin, bæði fljótt og vel. Þolinmæði þeirra er afar takmörkuð….

Um samsetningu SVEF dómnefndar

Í síðustu viku voru kunngjörð úrslit Íslensku vefverðlaunanna en SVEF (Samtök vefiðnaðarins) hafa staðið fyrir þessari skemmtilegu uppskeruhátíð íslenska vefiðnaðarins í 11 ár. Í þessum pistli langar mig að skoða störf SVEF dómnefndarinnar en samsetning nefndarinnar vakti nokkra athygli mína. Ótvíræður sigurvegari var vefur Orkusölunnar en hann fékk m.a. verðlaun…

WordPress vefumsjónarkerfið

WordPress er vinsælasta vefumsjónarkerfi heims í dag. Það hefur um 200 milljón notendur og frá ágúst 2011 knýr kerfið um 22% allra nýrra vefja í Bandaríkjunum skv. Wikipedia. Þetta er mögnuð velgengni en en kerfið á sér aðeins sögu aftur til ársins 2003. Stofnandinn er hinn tæplega þrítugi Matt Mullenweg….