Um Fúnksjón, Sigurjón og hugsjón

Reynslumikil ráðgjöf

Mynd af Sigurjóni Ólafssyni. Ljósmyndari: Dagur Gunnarsson

Sigurjón Ólafsson

Fúnksjón er vefráðgjöf Sigurjóns Ólafssonar. Ég vil auka virðingu fyrir efni á vef, efla fræðslu fyrir vefstjóra og hvetja til breyttrar forgangsröðunar í vefverkefnum. Auk ráðgjafastarfa gegni ég stöðu aðjúnkts í vefmiðlun við Háskóla Íslands og kenni við Vefskóla Tækniskóla Íslands.

Ég hef starfað við vefmál frá 1997 bæði hjá opinberum stofnunum (Siglingastofnun og Háskóla Íslands) og í einkageiranum (Kaupþingi, Íslandsbanka og PwC).

Mitt teymi hjá Kaupþingi hlaut viðurkenningu Nielsen Norman Group fyrir eitt af 10 bestu innrinetum 2009.

Ég flyt reglulega fyrirlestra innanlands og haldið nokkra utan Íslands. Er virkur í vefsamfélaginu, sat fimm ár í stjórn faghóps um vefstjórnun hjá Ský, þarf af sem formaður í þrjú ár. Er sendiherra Íslands hjá EuroIA, evrópskum upplýsingaarkitektum.

Ég hef lokið MA-prófi í alþjóðastjórnmálum frá University of Amsterdam og BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Er áhugamaður um trúarbrögð og hef sótt ýmis námskeið á því sviði.

Áhrifavaldar mínir í vefmálum eru nokkrir. Þeir helstu fylla allir flokk hvítra karla á miðjum aldri en það er ekki meðvitað.

Í byrjun árs 2015 kom út bók eftir mig – Bókin um vefinn. Hún er hugsuð sem handbók fyrir vefstjóra og aðra sem vinna við vefstjórn.

Nokkrir vefir sem ég hef unnið við hafa hlotið vefverðlaun hjá SVEF:

Auk þeirra hafa fjölmargir aðrir vefir sem ég hef komið að verið tilnefndir til vefverðlauna.

Vefurinn minn var tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna 2013 í flokknum Besti einstaklingsvefurinn. Fyrir það er ég þakklátur.

Tilnefning til Íslensku vefverðlaunanna 2013

Vefspeki

Mínar vefpredikanir eru auðlærðar. Það má einfalda og bæta alla vefi.

Besta leiðin til að kynnast minni vefspeki er í gegnum greinaskrifin. Ég vil efla virðingu fyrir efni, nytsemi og undirbúningi vefverkefna.

Einkunnarorð Fúnksjón eru „gerum betri vefi“. Það á ekki að flækja hlutina á vefnum.

Vefvinna snýst fyrst og fremst um almenna skynsemi og einfaldleika.

Að gera hluti einfalda er áskorun. Ég hef tekist á við þær nokkrar og vil miðla reynslu minni.

Ég sæki hugmyndir í eigin reynsluheim, starf, fjölskyldu, áhugamál, lestur og mannleg samskipti. Flestar hugmyndir verða til í sundi.

Mér er annt um orðsporið. Tek ekki að mér verkefni nema ég viti að sérþekking mín njóti sín. Vísa hiklaust á aðra sérfræðinga.

Hvar liggur reynsla mín?*

  • Nytsemi 92%

  • Innri vefir 98%

  • Kennsla / fræðsla 97%

  • Skrif 99%

  • Notendaupplifun (UX) 96%

  • Upplýsingaarkitektúr (IA) 92%

  • Forritun / HTML 7.2%

  • Vefhönnun 9.9%

  • Samfélagsmiðlar 48%

* Vísbendingar en ber ekki að taka sem algildum sannleik. Ef gildin eru lægri en 50% leitaðu annað!

15 sannfæringar í vefmálum

Ég hef tekið saman 15 atriði sem ég hef sannfæringu fyrir í vefmálum. Þau ríma ágætlega við þau 15 ár (og reyndar einu betur) sem ég hef verið í vefbransanum.

Leiðarljós í vefmálum: 15 sannfæringar from Sigurjon Olafsson

Ertu búin(n) að lesa Bókina um vefinn?

Kynntu þér bókina eða lestu bloggið mitt!