Jónína Björk Vilhjálmsdóttir, kynningarstjóri EFLU
Sigurjón vann með okkur þarfagreiningu og tilboðsgögn fyrir nýjan vef fyrir EFLU verkfræðistofu. Vinnan var fagleg, ráðgjöfin innihaldsrík og eftirfylgnin með miklum sóma. Sigurjón var aðgengilegur í gegnum allt ferlið og auðvelt var að leita til hans. Mælum með því að vinna með Fúnksjón í vegferðinni að nýrri vefsíðu. Góð þarfagreining er hornsteinninn að vel heppnuðum vef!
Solveig H. Sigurðardóttir, gæðastjóri Icepharma
Sigurjón vann fyrir okkur þarfagreiningu og tilboðsgögn fyrir nýjan vef Icepharma. Hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera og hans ráðgjöf og þjónusta var okkur ómetanleg. Öll samskipti eru þægileg og fagleg og það stenst allt 100% sem hann segir. Við gefum Fúnksjón okkar bestu meðmæli þegar kemur að vefráðgjöf.
Brjánn Jónasson, kynningarfulltrúi BSRB
Það munaði gríðarlega um þá þekkingu og reynslu sem Fúnksjón býr yfir við undirbúning á nýjum vef BSRB. Í undirbúningsvinnunni komu fram fjölmargar frábærar hugmyndir um skipulag, uppsetningu og efnistök vefsins. Það var líka afskaplega hjálplegt að hafa Fúnksjón innan handar með að velja traustar vefstofur með reynslu af svipuðum verkefnum til að taka þátt í útboði, við að vinna úr tilboðum og velja samstarfsaðila. Eftir frábæran undirbúning vissum við upp á hár hvað við vildum gera og hvernig ætti að gera það svo vinna við smíði á vefnum sjálfum gekk eins og í sögu.
Sólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis
Sigurjón veitir framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á viðfangsefninu sem er afar dýrmæt, sérstaklega þegar verkefnið er bæði stórt og sérhæft. Við hjá Mími erum mjög ánægð með viðskiptin við Fúnksjón.
Þórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu
Eftir sameiningu átti nýstofnuð Samgöngustofa samstarf við Fúnksjón ráðgjöf um gerð á nýjum vef sem byggði efnislega á þremur vefsíðum gömlu samgöngustofnanna (Flugmálastjórnar, Siglingastofnunar og Umferðarstofu). Um mjög stórt verkefni var að ræða þar sem þarfir notandans voru hafðar í fyrirrúmi. Í stuttu máli sagt skipti aðkoma Fúnksjón sköpum fyrir nýjan vef. Vinnubrögðin voru markviss og fumlaus og samvinnan við Sigurjón Ólafsson var einstaklega þægileg. Í ferlinu var þess vel gætt að að ólíkra sjónarmiða um úrlausnir væri leitað án þess að gefinn væri nokkur afsláttur af faglegum gæðum.
Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar
Það hefur verið mjög uppbyggilegt og ánægjulegt að vinna að þessu verkefni (þarfagreining fyrir sfk.is) með Sigurjóni og ég get sagt fyrir okkar teymi að við erum sannfærð um að aðkoma Fúnksjón að því hefur fært okkur betri og hagkvæmari lausn en annars hefði orðið. Það var einnig eftirtektarvert hve markvisst og tafalaust verkefnið var unnið af hálfu Sigurjóns.
Einar Geir Jónsson, forstöðumaður þróunar hjá Póstinum
Við fengum Sigurjón hjá Fúnksjón til að halda utan um og stýra vefstefnumótun fyrirtækisins. Sigurjón var í stuttu máli algerlega það sem við þurftum og vildum. Hans nálgun á málið var mjög fagmannleg og skýr. Sigurjón er ennfremur afar snjall í mannlegum samskiptum og átti mjög auðvelt með að stýra verkefninu sem og lenda málum sem þvældust fyrir. Sigurjón veit hvað hann syngur og er hverrar krónu virði – ég mæli hiklaust með Fúnksjón.