Viðskiptavinir

Fúnksjón vefráðgjöf hóf starfsemi 1. ágúst 2013. Frá þeim tíma hef ég unnið með nokkrum af ágætustu fyrirtækjum landsins, einkafyrirtækjum, opinberum stofnunum, ráðuneyti, háskólum, fræðslusetrum, ýmsum smærri fyrirtækjum og einstaklingum.

Verkefnin hafa verið fjölbreytt: Vefstefnumótun, vefrýni, undirbúningur og þarfagreining verkefna, innri vefir, verkefnastjórnun, skrif fyrir vefinn, upplýsingaarkitektúr, notendaprófanir og notendaupplifun.

Þórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu

Eftir sameiningu átti nýstofnuð Samgöngustofa samstarf við Fúnksjón ráðgjöf um gerð á nýjum vef sem byggði efnislega á þremur vefsíðum gömlu samgöngustofnanna (Flugmálastjórnar, Siglingastofnunar og Umferðarstofu). Um mjög stórt verkefni var að ræða þar sem þarfir notandans voru hafðar í fyrirrúmi. Í stuttu máli sagt skipti aðkoma Fúnksjón sköpum fyrir nýjan vef. Vinnubrögðin voru markviss og fumlaus og samvinnan við Sigurjón Ólafsson var einstaklega þægileg. Í ferlinu var þess vel gætt að að ólíkra sjónarmiða um úrlausnir væri leitað án þess að gefinn væri nokkur afsláttur af faglegum gæðum.

 

Auk ráðgjafastarfa sinni ég kennslu í talsverðum mæli, er stundakennari við Háskóla Íslands og miðla fróðleik í námskeiðum á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands, Vefakademíu Hugsmiðjunnar, Iðunnar fræðsluseturs auk námskeiðahalds inni í fyrirtækjum.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit um helstu viðskiptavini Fúnksjón vefráðgjafar og stutta lýsingu á verkefnum.

 

Arion banki
Þarfagreining fyrir innri vef.

Betware / Novomatic Lottery Solutions
Vefráðgjöf og undirbúningur fyrir nýjan vef.

Bláa lónið
Vefráðgjöf / vefrýni. Þarfagreining fyrir innri vef.

Borgarsögusafn
Vefráðgjöf og undirbúningur fyrir nýjan vef.

Dómstólaráð
Vefráðgjöf og undirbúningur fyrir nýjan vef. Verkefnastjórnun.

Endurmenntun Háskóla Íslands
 Námskeiðahald.

Eimskip
 Vefráðgjöf og smíði kröfulýsingar fyrir vefverkefni.
FitSuccess / Betri árangur
Vefráðgjöf, undirbúningur fyrir nýjan vef og verkefnastjórn.

Forsætisráðuneytið
 Vefráðgjöf og undirbúningur fyrir nýjan vef.
Framvegis
Vefráðgjöf og undirbúningur fyrir nýjan vef.

Garðabær
 Innri vefs ráðgjöf.
Hafnarfjörður
 Vefstefnumótun og undirbúningur fyrir nýjan vef.

Hafrannsóknastofnun
Námskeiðahald.

Háskólinn í Reykjavík
Vefráðgjöf vegna vefstefnu og skrifa fyrir vef.
Háskóli Íslands
 Vefráðgjöf og undirbúningur fyrir nýjan vef. Kennsla.

Hugsmiðjan
Námskeiðahald, skrif fyrir vef og samstarf um bókaútgáfu.

Hæstiréttur
Vefráðgjöf og undirbúningur fyrir nýjan vef. Verkefnastjórnun.

Icepharma
Vefgreining og vefráðgjöf.

Iðan
Námskeiðahald.

Innanríkisráðuneytið
Vefráðgjöf og skrif fyrir vef.

Isavia
Undirbúningsvinna við nýja innri vef Isavia, vefrýni, kröfulýsing, tilboðsgögn, val á vefstofu, vefstefnumótun o.fl.

Íslandsbanki
 Námskeiðahald.
Landspítali
Vefrýni / vefráðgjöf fyrir innri og ytri vefi. Vefstefnumótun.
Landsnet
Vefráðgjöf og smíði kröfulýsingar fyrir vefverkefni.
Landsvirkjun
Vefrýni.
Menntamálastofnun
 Vefráðgjöf og smíði kröfulýsingar fyrir vefverkefni.
Náttúrufræðistofnun
 Vefráðgjöf og smíði kröfulýsingar fyrir vefverkefni.
Miðstöð íslenskra bókmennta
 Vefráðgjöf og smíði kröfulýsingar fyrir vefverkefni.
Ó. Johnson & Kaaber / Sælkeradreifing
Vefrýni og kröfulýsing fyrir nýjan vef og vefverslun. Val á vefstofu og mat á tilboðum. Verkefnastjórn og tengiliður við vefstofu.

Pósturinn
Vefstefnumótun.

Reykjavíkurborg
 Námskeiðahald og innri vefs ráðgjöf.

Ríkislögreglustjóri
Vefráðgjöf og kröfulýsing fyrir nýjan vef.

Ríkisútvarpið
Vefrýni og innri vefs ráðgjöf.

Saga Travel
 Vefráðgjöf og smíði kröfulýsingar fyrir vefverkefni.
Samgöngustofa
 Undirbúningsvinna fyrir nýjan vef, notendaprófanir, almenn vefráðgjöf, kröfulýsing, tilboðsgögn, val á vefstofu, verkefnastjórn og tengiliður við vefstofu.
Seyðisfjarðarkaupstaður
 Vefráðgjöf og smíði kröfulýsingar fyrir vefverkefni.
SFR
 Vefráðgjöf og smíði kröfulýsingar fyrir vefverkefni.
Síminn
Vefgreining á siminn.is.
Starfsmennt
Undirbúningsvinna við nýjan vef og námskeiðakerfi, vefrýni, kröfulýsing, tilboðsgögn, verkefnastjórn og tengiliður við vefstofu.
TM
Vefráðgjöf og vefrýni.
Útfararstofa kirkjugarðanna
 Vefráðgjöf og smíði kröfulýsingar fyrir vefverkefni.
Vinir Vatnajökuls
Undirbúningsvinna við nýjan vef samtakanna, vefrýni, kröfulýsing, endurskoðun efnis, almenn vefráðgjöf, verkefnastjórn og tengiliður við vefstofu.
Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar
Vefrýni og ráðgjöf vegna vefstefnu.
Öryrkjabandalagið
 Vefráðgjöf og smíði kröfulýsingar fyrir vefverkefni.

Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar

Það hefur verið mjög uppbyggilegt og ánægjulegt að vinna að þessu verkefni (þarfagreining fyrir sfk.is) með Sigurjóni og ég get sagt fyrir okkar teymi að við erum sannfærð um að aðkoma Fúnksjón að því hefur fært okkur betri og hagkvæmari lausn en annars hefði orðið. Það var einnig eftirtektarvert hve markvisst og tafalaust verkefnið var unnið af hálfu Sigurjóns.

Einar Geir Jónsson, forstöðumaður þróunar hjá Póstinum
Við fengum Sigurjón hjá Fúnksjón til að halda utan um og stýra vefstefnumótun fyrirtækisins. Sigurjón var í stuttu máli algerlega það sem við þurftum og vildum. Hans nálgun á málið var mjög fagmannleg og skýr. Sigurjón er ennfremur afar snjall í mannlegum samskiptum og átti mjög auðvelt með að stýra verkefninu sem og lenda málum sem þvældust fyrir. Sigurjón veit hvað hann syngur og er hverrar krónu virði – ég mæli hiklaust með Fúnksjón.