Fúnksjón vefráðgjöf hóf starfsemi 1. ágúst 2013. Frá þeim tíma hef ég unnið með nokkrum af ágætustu fyrirtækjum landsins, einkafyrirtækjum, opinberum stofnunum, ráðuneyti, háskólum, fræðslusetrum, ýmsum smærri fyrirtækjum og einstaklingum.

Verkefnin hafa verið fjölbreytt: Vefstefnumótun, vefrýni, undirbúningur og þarfagreining verkefna, innri vefir, verkefnastjórnun, skrif fyrir vefinn, upplýsingaarkitektúr, notendaprófanir og notendaupplifun.

Auk ráðgjafastarfa sinni ég kennslu í talsverðum mæli, er aðjúnkt við Háskóla Íslands og kenni við Vefskóla Tækniskólans.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit um nokkra viðskiptavini Fúnksjón vefráðgjafar en alls hef ég  unnið fyrir yfir 50 viðskiptavini. Sjá einnig ummæli nokkurra viðskiptavina.

 • ÁTVR – Vínbúðin
 • Bláa lónið
 • BSRB
 • Dómstólasýslan
 • EFLA
 • Eimskip
 • Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
 • FitSuccess
 • Forsætirsráðuneytið
 • Garðabær
 • Hafnarfjarðarbær
 • Háskóli Íslands
 • Háskólinn á Akureyri
 • Hæstiréttur
 • Icepharma
 • Isavia
 • Ísafjarðarkaupstaður
 • Landspítali
 • Landsréttur
 • Mímir
 • Náttúrufræðistofnun
 • Pósturinn
 • RARIK
 • Reykjavíkurborg
 • Samgöngustofa
 • Seyðisfjarðarkaupstaður
 • SFR
 • Tækniskólinn
 • Öryrkjabandalagið

Uppfært 1. ágúst 2018

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.