Fyrirlesari á nýlegri alþjóðlegri vefráðstefnu í Reykjavík, Drew McLellan, nefndi erindi sitt Cost effective web development. Hann sagði algengustu ástæðuna fyrir því að vefverkefni heppnast ekki sem skyldi tengjast kostnaðaráætluninni. Kostnaður fer úr böndunum. Drew nefndi 10 aðferðir til að halda kostnaði niðri. Sumar eru tæknilegs eðlis aðrar snúa að verkstjórn.

10 aðferðir til að halda kostnaði niðri í vefverkefnum

  1. Skrifa kröfulýsingu. Heldur verkefninu innan ramma.
  2. Nýta lausnir sem eru fyrir. Ekki finna alltaf upp hjólið.
  3. Velta fyrir sér kostnaði við hvert atriði. Er örugglega þörf á á þeim öllum?
  4. Tryggja að allt sem er í kröfulýsingu sé úthugsað. Ekki fara fram og aftur.
  5. Hanna þannig að hægt sé að endurnýta hluti. Búðu til verkfærakassa sem hægt er að grípa í.
  6. Ekki gera vefinn of þungan. Bandvídd er ekki takmarkalaus.
  7. Vandaðu til skjölunar og hafðu skýr fyrirmæli varðandi sniðmát, litapallettu o.fl.
  8. Byggðu vefinn með lágmarksviðhald í huga. Ekki hafa t.d. myndir í leiðarkerfi í stað texta.
  9. Gerðu prófanir á öllum stigum. Tryggir gæðin.
  10. Nýttu þér alls kyns virkni og lausnir sem aðrir hafa búið til.

Loks klykkti Drew út með því að besta leiðin til að spara væri að láta aðra eyða peningum!! Mikil sannindi í því.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.