Steve Krug og Jakob Nielsen eru sammála um þrjú megin prinsipp varðandi notendaprófanir á vefnum:

1. Prófið lítið í einu en oft
2. Hafið þátttakendur fáa, Jakob talar um 5 en Steve 3-4
3. Ekki hafa of miklar áhyggjur af því hverja þið prófið. Flestir notendur komast að helstu vandamálum þó þeir séu ekki hluti af þínum markhóp.

Þessi prinsipp þarf að hafa í heiðri ef maður ætlar að gera notendaprófanir á vef og jafnframt skila af sér verkefni innan fjárhagsramma og tímaáætlunar.

Hvenær á að gera prófanir?
Prófanir þurfa að vera gerðar á öllum stigum.

– prófið núverandi vef og/eða þá sem eru í samkeppni við þig
– prófið skissur og hönnunartillögur
– prófið “wireframe” áður en farið er í framleiðslu
– prófið reglulega meðan vefurinn í vinnslu og fyrir opnun
– haldið áfram að gera prófanir eftir að vefur fer í loftið

Steve Krug talar um einn morgun á mánuði. Verjið einum morgni í hverjum mánuði til að gera notendaprófanir á vefnum þá eruð þið góð. Í bókinni Rocket surgery made easy er að finna “do-it-yourself” leiðbeiningar um gerð notendaprófana.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.