Við viljum helst vera í vissu um að vefurinn okkar uppfylli staðla og standist helstu kröfur. Hér eru ýmis tól fyrir vefstjórann til að prófa vefinn.

Hitakort af vefnum
Það er afskaplega gagnlegt að fylgjast með því hvernig notendur ferðast um á eigin ef. Hér er tól kallast Crazy Egg og gerir manni kleift að skoða hvar helst er smellt á vefnum, n.k. hitakort.

Samanburður á síðum
Google er komið með enn eitt verkfærið, frítt að sjálfsögðu, til að gera líf vefstjóra auðveldara. Það er kallað Web Optimizer en þar geturðu gert tilraunir með mismunandi hönnun á síðum og kannað hvor hönnunin skilar meiri árangri. Það er um að gera að prófa.

Vafrar
Browsershots, prófa mismunandi vafrategundir.

Hraði
Hversu hraður er vefurinn, kannaðu niðurhal á vefnum.

Leturtegundir
Á vefnum Typetester er hægt að skoða hvernig mismunandi leturtegundir koma út og hægt að bera saman “web-safe” leturgerðir.

Notendahegðun
Fylgstu með hvernig notendur hegða sér á vefnum hjá Clicktale.

Aðgengileiki
Hér eru nokkrar vefslóðir til að kanna hvernig vefurinn stenst kröfur um aðgengismál.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.