Því er spáð að árið 2014 verði umferð á netinu orðin meiri með farsímum en í gegnum hefðbundna tölvu. Nýjustu sjallsímar eru auðvitað lítið annað en smækkuð mynd af tölvu. Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki taka mið af þessari þróun og eru farin að þróa farsímavefi og sum hver snjallsímaforrit eða apps.

Þessi áhugaverð mynd er birt með leyfi Microsoft Tag og sýnir þetta breytta hegðunarmynstur notenda með mjög skýrum hætti. Tekur þinn vefur mið af þessari þróun? Það er ekki seinna að vænna því það eru bara þrjú ár í að þetta gerist ef spár ganga eftir.

Ég get tekið sem dæmi að á einu ári jókst umferð um vef Íslandsbanka (hvar ég starfa í dag) með snjallsímum um 350% á einu ári. Megin áhersla bankans á þessu ári er einmitt þróun farsímalausna, þ.e. farsímavefs og snjallsímaforrita fyrir Android og iPhone.

mobile marketing and tagging

Learn More about Mobile Tagging at Microsoft Tag.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.