Gerry McGovern er vel þekktur sérfræðingur í skrifum fyrir vefinn. Hann hefur sinnt ráðgjöf um vefmál vel á annan áratug, gefið út bækur og haldið úti reglulegum pistlum um vefmál, skrifum fyrir vefinn og umfjöllun um nytsemi á vefnum. Þrátt fyrir að Gerry hafi verið lengi að þá hef ég ekki beint sjónum að honum að ráði fyrr en á síðastliðnu ári.

Nýjast bókin hans The Stranger´s Long Neck vekur mann virkilega til umhugsunar um það sem skiptir máli á vefnum. Vefstjórar liggja iðulega undir þungum þrýstingi frá hagsmunaaðilum innan fyrirtækisins eða stofnunar um að koma sífellt meira efni inn á vefinn og helst á forsíðu vefsins. Þessi bók færir vefstjórum mikilvæg rök fyrir því að lágmarka efni á vefnum og einblina á efni sem virkilega skiptir máli. Hver vefur hefur klárlega ákveðin höfuðverkefni  (e. top tasks) sem skipta fyrirtækið mestu máli og það sem notendur koma sérstaklega til að leita að.

5% skila 25% af verðmætum vefsins

Vefstjórar og aðrir sem vinna við vefstjórn eiga að hafa það sem megin markmið að einfalda vefi og búa til vefi sem taka mið af þörfum viðskiptavina. Gerry vísar til langa hálsins en þar liggja verðmætin í hverjum vef, þ.e. efni sem notendur sækja í og er mikilvægast fyrir vefinn. Í bókinni er því haldið fram að 5% af efni hvers vefs skilar fjórðungi af verðmæti hans, þ.e. þessi höfuðverkefni. Það sem vekur furðu er að vefstjórar og eigendur vefja átta sig almennt ekki á því hvað er í langa hálsinum. Langi halinn sem klárlega inniheldur stærstan hluta efnis á flestum vefjum á ekki skilið þá athygli sem hann fær.

Það er óhætt að taka undir þessi rök. Hver vefstjóri þarf að líta í eiginn barm og skilgreina höfuðverkefnin. Fá þau þá athygli sem þeim ber á vefnum. Er ekki kominn tími til að hreinsa til, fjarlægja síður, minnka efni á hverri síðu og gera vefinn hnitmiðaðri? Vefstjórar hvar sem þeir eru verða að spyrja sig þessara spurninga.

2 Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.