Að hafa flokk sem heitir alls konar er eiginlega annað nafn yfir óflokkað og sumir geta verið svo ósvífnir að segja ruslflokkur. En svo sannarlega er ekki um gagnslitla vefi að ræða, öðru nær. Fullt af góðgæti sem vefstjórar geta gætt sér á.

Sýnikennsla 
Á Treehouse vefnum má finna myndbönd um hvernig maður kóðar síður og vinnur myndir fyrir vefinn ásamt fjölda annarra myndbanda.

Tímarit um vefinn og netið
Gott tímarit sem heitir A List Apart.
Fyrir forritara, hönnuði og pælara .Net magazine

HTML
Allt sem þú þarft að vita um HTML finnurðu á Web Monkey. Hef ekki tölu á heimsóknum mínum þangað.

Skjalasafn vefsins
Vissirðu að það er hægt að skoða gamlar útgáfur af nánast bara öllum vefjum? Íslenska vefi má finna á vefsafn.is og erlenda vefi á Internet Archive.

Vefstjórn
Vefstjóri góður, þú finnur frábærar leiðbeiningar um svo margt gagnlegt til að bæta vefinn þinn og ekki síst sýnileika á Google webmasters.

Upptökur
Þarftu að búa til myndand til að skýra út vefinn þinn eða ákveðna virkni. Hér eru tól til þess

Það er ekki bara YouTube þar sem myndbönd eru vistuð. Kannaðu Vimeo.

Vefumsjónarkerfi – CMS
Ertu að leita þér að vefumsjónarkerfi. Á vefnum Opensource CMS geturðu prófað fullt af “open-source” kerfum.

WordPress vefumsjónarkerfið er vinsælasta vefumsjónarkerfi í heiminum í dag. Þessi vefur er m.a. settur upp í WordPress, það kostar ekkert og enginn ætti að vera svikinn af því.  Námskeið eru reglulega haldin í notkun kerfisins en nánari upplýsingar er að finna á vef sem tileinkaður er WordPress.

Vefþjónustur og íbætur (widgets)
Vefir sem mæta kröfum notenda reiða sig í auknum mæli á vefþjónustur og alls kyns íbætur (widgets). Hér eru slóðir sem vert er að skoða í því sambandi.

IP tölur
Veistu hver IP talan á tölvunni þinni er? Þetta er e.k. símanúmer tölvunnar. Þú finnur það á What-is-my-IP

Orðskýringar
.NET – Accessibility – AJAX – Android – ASP… hvað merkir þetta allt saman? Þú finnur skýringar á Sitepoint vefnum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.