Það er ekki allt búið þegar vefurinn er kominn í loftið, það skiptir jú máli að einhver taki eftir honum. Prófið þessi tól til að skoða og bæta sýnileika vefsins.

Google tólin

  • Á vefnum Googlerankings má sjá stöðu vefsins í Google.
  • Skráðu vefinn þinn hjá Google.
  • Í Google leitarvélinni geturðu fundið út hversu margir vefir eru með hlekk á tiltekinn vef, t.d. þinn eigin og samkeppnisaðilans. Það gerirðu með því að slá inn link:www.nafn.is í leitargluggann (gættu að því að hafa ekki bil á eftir link:)

Sitemap
Mikilvægur þáttur í að bæta sýnileika vefsins í leitarvélum er að senda inn veftré eða sitemap fyrir vefinn. Á vefnum XML-Sitemaps.com er hægt að búa til veftré með einföldum hætti.

Mælingar
Fyrir alla vefstjóra er mikilvægt að átta sig á hversu góða einkunn vefurinn fær í leitarvélum. Á vefnum Eyeflow.com er vefnum þínum gefin einkunn á skalanum 0-100, þú færð að vita hver staða vefsins er í Google ranking, hversu margir “linka” á þig og meira að segja efnið á vefnum fær einkunn.

Á vefnum Popuri má sjá stöðu vefsins eftir ýmsum mælikvörðum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.