Eitt af því sem vefstjóri þarf að hafa í vopnabúri sínu eru tól til að vinna myndir og lágmarka stærð og gæði þeirra fyrir vefinn. Ég nota Photoshop eins og svo margir en það má líka benda á minni tól sem hafa líka aðra virkni sem stóra Photoshop hefur ekki. Versegú…

  • Snagit er skemmtilegt tól sem getur tekið mynd af vefsíðum í klósettrúllustærð. Tekur ekki bara skjáskot af einni síðu sem sagt. Og gerir margt fleira.
  • Pixresizer er frítt verkfæri sem getur minnkað stórar myndir og fullt af þeim í einni aðgerð í fyrirfram gefna stærð fyrir vefinn. Ég nota þetta til að búa til myndaalbúm fyrir vefinn.
  • Snapashot er lítið og sniðugt tól til að taka skjáskot af afmörkuðum hluta vefsíðu og vista sem mynd eða líma beint í annað forrit.
  • Photoshop er…. bíddu ég þarf ekki að útskýra. Þetta er hrikalega fullkomið tól sem ég kann ekki á nema brot af virkni þó ég hafi notað það í meira en 10 ár. En varúð þetta er dýrt!
Vefstjórar þurfa einnig að næla sér í myndefni sem kostar ekki of mikið en vera þó viss um að eiga rétt á að birta myndirnar. Það getur nefnilega verið kostnaðarsamt að fá “lánaðar” myndir og birta. Auk þess er það ólöglegt og vefstjórum eins og öðrum bera að virða höfundar- og birtingarrétt. Hér eru slóðir í nokkra vefi með myndefni:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.