Ég þoli ekki heimasíður!

Það er lenska á Íslandi að tala um heimasíðu þegar fjallað er um vefi. Ég þoli það illa, heimasíða er vitaskuld rangnefni fyrir vefi en ber sterkt vitni um hve danskan á enn sterk ítök hér á landi í tungumálinu. Danir, og reyndar Norðmenn líka, tala gjarnan um “hjemmesider” þegar…

Um samsetningu SVEF dómnefndar

Í síðustu viku voru kunngjörð úrslit Íslensku vefverðlaunanna en SVEF (Samtök vefiðnaðarins) hafa staðið fyrir þessari skemmtilegu uppskeruhátíð íslenska vefiðnaðarins í 11 ár. Í þessum pistli langar mig að skoða störf SVEF dómnefndarinnar en samsetning nefndarinnar vakti nokkra athygli mína. Ótvíræður sigurvegari var vefur Orkusölunnar en hann fékk m.a. verðlaun…