F lestrarmynstur úr rannsókn Nielsen 2006
F lestrarmynstur

Ef við ætlum að fá notendur til að lesa á vefnum þá þarf að leggja höfuðáherslu á góðan upplýsingaarkitektúr, góða hönnun og hágæða efni. Ný rannsókn Jakob Nielsen leiðir í ljós að merkilegt nokk þá lesa notendur á vefnum… stundum.

Árið 1997 komst Jakob Nielsen að því í rannsókn að notendur lesa bara alls ekki á vefnum. Þeir skanna og skima en lesa ekki síður orð fyrir orð.

Níu árum síðar leiddi önnur rannsókn af sér að notendur skima texta eftir F-mynstri (sjá mynd). Mikilvægasta efnið þarf því að vera ofarlega vinstra megin ef það á að ná athygli.

Enn nýrri rannsóknir benda til þess miðað við þann tíma sem notendur dvelja á síðu er að þeir lesa í mesta lagi 28% af efni hverrar síðu.

Í allra síðustu rannsókn sinni, sem birtist 24. júní, dregur Nielsen nýja ályktun og haldið ykkur! Notendur lesa á vefnum, a.m.k. stundum.

Leita upplýsinga en lesa ekki?!

Þessar niðurstöður allar hljóma reyndar sem þversögn í eyrum flestra því fólk fer jú á vefinn til að leita sér upplýsinga. Hvernig má þá vera að þeir lesa ekki þegar þeir eru komnir á áfangastað? Ráðgáta. Mín tilfinning (án rannsókna) er að þetta eigi fyrst og fremst um upphafssíður (heimasíður) á vefnum. Þegar lengra er komið lesa notendur og ekki síst með spjaldtölvum og snjallsímum.

Ráðlegging Nielsen, alveg frá 1997, hefur verið sú að afar brýnt sé að leggja vinnu í lykilorð, koma mikilvægasta efninu strax að í fyrstu málgrein, vanda fyrirsagnir og hafa góðan upplýsingaarkitektúr. Þessar nýjustu rannsóknir breyta í engu megin ráðleggingum hans, heldur renna styrkari stoðum undir þær.

Á vefnum verðum við að taka mið af mikilli óþolinmæði notenda, tímaþröng og öðrum lestrarvenjum en í öðrum miðlum.

Þessi nýjasta rannsókn náði til 1,5 milljón svonefndra “eye-tracking” skoðana en þá er vélbúnaður notaður sem greinir hvernig augu notenda fara um vefsíður. Önnur niðurstaða var að efni sem er í fyrstu málsgrein nær langmestri athygli (81%) en efni í fjórðu málsgrein aðeins 32%.

2% fara á síðu 2 í leitarniðurstöðum

Ef einhver er stressaður yfir því að birtast ekki efst í leitarniðurstöðum þá ýtir þessi nýja rannsókn undir þær áhyggjur því það eru aðeins 2% notenda sem fara af fyrstu leitarniðurstöðusíðu. Og merkilegt nokk þá eru 17% sem líta aðeins á fyrstu leitarniðurstöðu áður en þeir smella en 42% í heildina niður á aðra eða þriðju leitarniðurstöðu. Alls fara 12% alla leið niður fyrstu leitarsíðuna.

Megin niðurstöðurnar í þessari rannsókn styðja því fyrri rannsóknir. Það sem skiptir höfuðmáli til að fá fólk til að lesa á vefnum er:

  • Góður upplýsingaarkitektúr
  • Góð hönnun (layout)
  • Gott efni

Þetta eru þrjú lykilatriði sem vefstjórar þurfa að leggja höfuðáherslu á ef þeir vilja fá notendur til að lesa á vefnum.

Ekkert nýtt í þessu en er ekki kominn tími til að fara eftir leiðbeiningunum?

One Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.