Erindi frá ráðstefnu EuroIA í Edinborg

Þann 27. september hélt ég svokallað “Lightning Talk” á ráðstefnu evrópskra upplýsingaarkitekta í Edinborg, EuroIA, og erindið var búddismi og notendaupplifun. Sumir lesendur kannast líklega við umfjöllun um efnið. Ég ætla að leyfa mér að gera undantekningu á blogginu og birta í fyrsta sinn færslu á ensku þ.e. lengri útgáfu af…

Fyrirgefðu ástin. Ég varð óvart nr. 1 í Google

Það má til sanns vegar færa að ég sé nokkuð reyndur í vefmálum. Það breytir því hins vegar ekki að ég get verið stundum ansi mikill amatör og hef reyndar viðurkennt á mig fúsk. En kann ég að koma vef í fyrsta sæti í Google? Tölum um leitarvélabestun. Eða ætti…

Hinn stóri misskilningur um vefstjórastarfið

Þeir sem vinna við vefstjórn eiga stundum erfitt með að útskýra í hverju starf þeirra felst. Það eru ýmsar ranghugmyndir í gangi og víða vantar upp á skilning og virðingu fyrir starfi vefstjórans. Það er okkar að fræða og breyta þessu en verum þolinmóð. Starf vefstjórans er tiltölulega nýtt starfsheiti…

Vefstefna á ekki heima í skúffu

Af minni reynslu eru svo til allir vefstjórar í vandræðum með vefstefnu. Það reynist oft erfitt að finna tíma til að móta vefstefnu þó ásetningurinn sé góður. Mikilvægi hennar er líka vanmetið. Fyrir vefstjóra er hún mikilvægt haldreipi þegar hagsmunaaðilar gerast of ágengir í að stjórna vefnum út frá eigin…