Hinn stóri misskilningur um vefstjórastarfið

Þeir sem vinna við vefstjórn eiga stundum erfitt með að útskýra í hverju starf þeirra felst. Það eru ýmsar ranghugmyndir í gangi og víða vantar upp á skilning og virðingu fyrir starfi vefstjórans. Það er okkar að fræða og breyta þessu en verum þolinmóð. Starf vefstjórans er tiltölulega nýtt starfsheiti…

Vefstefna á ekki heima í skúffu

Af minni reynslu eru svo til allir vefstjórar í vandræðum með vefstefnu. Það reynist oft erfitt að finna tíma til að móta vefstefnu þó ásetningurinn sé góður. Mikilvægi hennar er líka vanmetið. Fyrir vefstjóra er hún mikilvægt haldreipi þegar hagsmunaaðilar gerast of ágengir í að stjórna vefnum út frá eigin…

Auglýsingastofur og vefmálin: Nýtt tilhugalíf?

Í stuttri sögu vefsins á Íslandi hafa vefmál verið lengst af fyrir utan radar auglýsingastofa. Vefhönnun, forritun og vefgreiningu hefur yfirleitt verið sinnt af vefstofum eða einyrkjum. Hverju sætir þetta? Og hvers vegna virðist viðsnúningur vera að eiga sér stað núna? Í dag dettur engum í hug annað en að…

Fúnksjón hefst handa við að bæta vefheiminn

Ný nálgun í vefmálum er boðuð hjá Fúnksjón vefráðgjöf sem nýlega hóf starfsemi. Fúnksjón vill auka virðingu fyrir efni á vef, efla fræðslu fyrir vefstjóra og hvetja til breyttrar forgangsröðunar í vefverkefnum. Helsta þjónusta sem Fúnksjón veitir: Styrkja vefstjóra í starfi með námskeiðum og fræðslu Aðstoða fyrirtæki við mótun vefstefnu,…

Fólk lýgur á Facebook

Fólk segir ósatt á Facebook. Veruleikinn er fegraður, foreldrar eru slæmir en þeir sem eru í fæðingarorlofi eru verstir. Þetta varð mér tilefni til bréfaskrifta til Facebook sem ég býð ykkur að hnýsast í. Kæra Facebook Við höfum verið vinir í nærri 6 ár og ég skammast mín fyrir að…

Ríkisstjórnin féll í upplýsingamiðlun

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur féll í upplýsingamiðlun á vorprófinu 2013. Þessi falleinkunn átti örugglega sinn þátt í að stjórnarflokkarnir guldu afhroð í kosningunum. Ný ríkisstjórn verður að draga réttar ályktanir. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi atvinnuráðherra, var í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni 2. júní. Þar fór hann yfir verk síðustu…