Hvað kostar vefur? Mat á tilboðum

Í þessari grein, sem byggir á erindi sem ég flutti á morgunverðarfundi SVEF 17. nóvember 2015, ætla ég að reyna að varpa ljósi á hver kostnaðurinn er við að smíða vef. Ég byggi niðurstöðu mína á samantekt á 19 vefverkefnum árin 2014 og 2015 þar sem leitað hefur verið tilboða…

Nýr innri vefur og samfélagsmiðill Isavia – Flugan

Isavia opnaði nýlega glæsilegan innri vef og samfélagsmiðil sem nú þegar hefur vakið verulega athygli jafnt innan sem utan fyrirtækisins. Vefurinn, sem er nefndur Flugan, er afrakstur mikillar vinnu þar sem fór saman vandaður undirbúningur, skýr sýn, metnaður eigenda, spennandi þróunarvinna vefstofu, gott efni, glæsileg hönnun og góð tæknileg útfærsla….

Taktu öryggismál vefsins alvarlega!

Faghópur um vefstjórnun hjá Ský efndi til fundar um öryggismál á vefnum 21. október. Þetta var mjög tímabær fundur og mig grunar að hann muni marka ákveðin tímamót í umræðu um öryggismál á vefnum sem hefur ekki risið hátt fram til þessa. Það verður að viðurkennast að öryggismálin hafa aldrei…

Starfsumhverfi vefstjóra á Íslandi

Þann 23. september 2015 var haldinn hádegisverðarfundur á vegum faghóps um vefstjórnun hjá SKÝ um „Hin mörgu andlit vefstjórans“. Faghópurinn, sem var endurreistur árið 2012, hefur staðið fyrir nokkrum viðburðum á hverju ári sem undantekningalaust hafa verið vel sóttir. Það er kraftur í samfélagi vefstjóra. Við höfum fengið flott fólk…

Rekum vefstjórann!

Ég er raunsæismaður að eðlisfari (sumir kalla það svartsýni). Þegar talið berst að starfi vefstjórans og virðingu fyrir starfinu þá hefur raunsæið farið í gegnum öldudali og einnig farið með himinskautum. Virðingarleysið eða skilningsleysið fyrir starfi vefstjórans fékk mig til að hefja þá vegferð sem ég hóf fyrir nokkrum árum…

Bloggið endurvakið

Það er að verða hálft ár frá því að ég skrifaði færslu síðast á vefinn minn. Það er alltof langur tími og þá ekki síst fyrir mig sjálfan. Vonandi hafa einhverjir lesendur líka saknað þess. Bókin um vefinn kom út í mars sl. og frá þeim tíma hef ég ekki skrifað stafkrók….

Hulunni svipt af fjórum innri vefjum

Miðvikudaginn 14. janúar 2015 var haldinn fundur um innri vefi á vegum faghóps um vefstjórnun hjá Ský. Mætingin var gríðarlega góð en alls voru 220 skráðir, komnir til að rýna í innri vefi Icelandair, Marel, Fjársýslunnar og N1. Erindin voru öll áhugaverð og fjölbreytt. Fyrirlesarar kynntu nýlega vefi með ólíkri nálgun….

10 bestu innri vefirnir 2015

Nielsen Norman Group hefur í 14 ár efnt til samkeppni um bestu innri vefina í heiminum. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar, frá hvaða landi sem er og frá hvaða fyrirtæki sem er. Yfirleitt eru sigurvegararnir stór fyrirtæki og reyndar nær öll risafyrirtæki á íslenskan mælikvarða með að meðaltali…

Vefárið 2014 hjá Fúnksjón

Fyrsta heila starfsár Fúnksjón vefráðgjafar var lærdómsríkt og gjöfult. Viðtökur hafa verið framar vonum sem ég er þakklátur fyrir. Það er meðbyr með vefmálum i samfélaginu þó hjól efnahagslífsins séu kannski ekki komin á fullt. Fyrirtæki átta sig á að fjárfesting í vefmálum borgar sig og forgangsraða öðruvísi en áður….