Líklega er besta leiðin til að kynnast verkefnum í stafrænni umbreytingu Hafnarfjarðarbæjar að kynna sér verkefnasögur sem ég hef ritað undanfarin ár á vef bæjarins. Alls eru þetta 28 verkefnasögur. Misstórar en margt smátt gerir eitt stórt. Til að hefja stafræna umbreytingu þarftu að skapa þér vinnufrið og setja út nokkur einföld verkefni (e. low-hanging fruits) sem þó skipta máli í þjónustunni.

Þessa leið völdum við í stafrænni umbreytingu bæjarins. Ég er stoltur af þessari vegferð sem hefur verið unnin með frábæru teymi innanhúss auka margreyndra ráðgjafa og færustu sérfræðinga á öllum sviðum stafrænnar þjónustu.

Hér eru nokkrar helstu verkefnasögunar en þær má nálgast í heild sinni á vef bæjarins.