Er mál til komið að handskrifa vefi?

Orðavaðall er ein mesta ógnin við góða upplifun á vef. Það er svo auðvelt að skrifa langlokur og láta móðan mása við lyklaborðið. Við gefum okkur ekki tíma til að vinna textann. “Ég hefði skrifað styttra bréf en ég hafði ekki tíma í það” Þessi tilvitnun er höfð eftir franska…

Mobile er himnasending fyrir efni á vef

Þurfum við að setja okkur í ákveðnar stellingar þegar við skrifum fyrir vefi sem eru skoðaðir í snjallsímum og spjaldtölvum? Nei. Við skrifum ekki sérstaklega fyrir mobile en þess í stað leggjum við enn meiri þunga á grundvallaratriðin í skrifum fyrir vef. Í skrifum fyrir vefinn leggjum við í inngangi…

“Vefir eru svo mikið 2007”

Þann 27. nóvember sl. var efnt til fundar um samfélagsmiðla á vegum faghóps um vefstjórnun hjá Ský. Getur Facebook komið í stað vefs? Er hægt að búa til fyrirtæki út frá einfaldri hugmynd á Facebook? Hvernig getur símafyrirtæki nýtt samfélagsmiðla til að bæta þjónustuna?  Þessum spurningum og fleirum var svarað í…

Ertu að hlunnfara “mobile” notendur?

Í umræðunni um snjallsíma- og spjaldtölvuvæðinguna hefur lítið farið fyrir umræðu um efnið sjálft sem notendur sækjast eftir. Umræðan snýst að mestu um hönnun og forritun. Ráðstefnur eru haldnar um hvort eigi að smíða farsímavef, app (native eða mobile), skalanlegan vef (responsive) eða halda sig við hefðbundinn vef. En það…

Starfsmaðurinn ræður för á innri vefnum

Faghópur um vefstjórnun hjá Ský efndi til fundar um innri vefi þann 30. október. Fundargestir fengu innsýn í smíði og hlutverk tveggja ólíkra innri vefja hjá Landspítalanum og Símanum. Auk þess flutti Sigrún Eva Ármannsdóttir, forstöðumaður hjá Advania, inngangserindi um hluverk innri vefja og hvers megi vænta á næstu árum….

Framtíð vefsins er skalanleg (responsive)

Fyrir um ári síðan fjallaði ég um þann vanda sem vefstjórar eiga í gagnvart miklum vexti í sölu snjallsíma og spjaldtölva. Á að fara í smíði sérstakra farsímavefja, búa til app / snjallsímaforrit eða veðja á skalanlega (responsive) vefi? Á íslensku er ekki komin niðurstaða í hvað responsive vefir skuli…

Vertu með hlutverk innri vefs á hreinu

Innri vefur, eða innranet, er mikilvægasti staðurinn fyrir starfsmenn til að finna upplýsingar og leysa dagleg verkefni. Innri vefur þarf að hjálpa starfsmönnum að leysa lykilverkefni. Staður til að “gera hlutina” en ekki bara “lesa um hlutina”. Sex grundvallarhlutverk innri vefs James Robertson skilgreinir fimm megin hlutverk fyrir innri vefi…

Gott innranet er forsenda góðrar afkomu

Stjórnendur fyrirtækja eru uppteknir af afkomunni, eðlilega.  Af henni eru þeir dæmdir. Þeir hafa líka áhyggjur af ímynd. Þess vegna sinna þeir öflugu markaðsstarfi, byggja upp þjónustu á netinu, halda úti vef, verja fé í auglýsingar og kynningarstarf út á við. En átta þeir sig á hver grunnforsendan er fyrir…

Megaleiðarkerfi ryðja sér til rúms

Á Íslandi hefur megaleiðarkerfi (mega menu) sótt í sig veðrið eftir heldur rysjótta tíð undanfarin ár. Margir nýir vefir, m.a. hjá tveimur bönkum (Arion og Landsbanka), stóru háskólunum (HÍ og HR) og ríkisfyrirtækjum (Umhverfisstofnun og RSK) hafa veðjað á megaleiðarkerfið. Það hefur klárlega marga kosti en í því felst einnig…

Hvað er upplýsingaarkitektúr?

Það hefur lítið farið fyrir umræðu um upplýsingaarkitektúr á Íslandi. Reyndar man ég aðeins eftir einum Íslendingi sem hefur stundað nám í þessari fræðigrein (en eru vafalaust fleiri) og lét að sér kveða um skamma hríð. Í Evrópu og Bandaríkjunum eru öflug samfélög í kringum þessa fræðigrein en upphaf hennar…