Verður 2013 ár notandans á vefnum?

Nýleg hönnunarverðlaun til gov.uk. kunna að vera tákn um breytta tíma í vefþróun. Mér kæmi ekki á óvart ef ársins 2013 yrði minnst fyrir það að það var þá sem áherslur breyttust á vefnum. Ár notandans gekk í garð. Vefurinn er varla tvítugur Veltið þið því stundum fyrir ykkur hve…

Fúnksjón ofar fagurfræði – um ljóta vefi

Ég hrífst af einfaldleika og fegurð hins smáa á vefnum. Mér leiðast ljótir vefir en ég þoli enn síður ofhlaðna og flúraða vefi sem villa mér sýn. Því ég er óþolinmóður. Fúnksjón og einfaldleiki vega þyngra en fagurfræði. Gov.uk ynni aldrei til íslenskra vefverðlauna en hann hlaut virt hönnunarverðlaun fyrir…

Íslenskir responsive / skalanlegir vefir

Upplifun viðskiptavina er stór þáttur í velgengni fyrirtækja og þar leikur vefurinn lykilhlutverk því þar er oft fyrsta (jafnvel eina) snerting viðskiptavinar við fyrirtækið. Mobile þróunin mun hafa mikil áhrif á upplifun viðskiptavina. Afar spennandi tímar eru framundan á vefnum. Stóraukin umferð í gegnum snjallsíma og spjaldtölvur breytir upplifun viðskiptavina…

Ertu hrokafullur eða samúðarfullur vefstjóri?

Hroki er höfuðsynd í vefstjórn. Til að ná árangri í vefstjórn er nauðsynlegt að byggja upp þekkingu. Skoðanir eru fínar en þær skila ekki miklum árangri. Fáfræði um viðfangsefnin, notendur, viðskiptavini, strauma og stefnur leiðir vefstjóra á villigötur. Vefstjórar þurfa að hafa áhuga á viðfangsefninu, hafa skilning og samúð með…

Megaleiðarkerfi ryðja sér til rúms

Á Íslandi hefur megaleiðarkerfi (mega menu) sótt í sig veðrið eftir heldur rysjótta tíð undanfarin ár. Margir nýir vefir, m.a. hjá tveimur bönkum (Arion og Landsbanka), stóru háskólunum (HÍ og HR) og ríkisfyrirtækjum (Umhverfisstofnun og RSK) hafa veðjað á megaleiðarkerfið. Það hefur klárlega marga kosti en í því felst einnig…

Nærðu sambandi við notendur vefsins?

Ein mesta áskorun sem ég hef fengist við í starfi vefstjóra síðastliðin 15 ár er að fá viðbrögð frá notendum. Það er eins og það þurfi að draga fram skoðanir og viðbrögð þeirra með töngum. En loksins, loksins er komin aðferð sem skilar nokkrum árangri. Notendur læðast um í myrkinu…