Á vefnum þarf fókus og einfaldleika

Á vefnum er mikilvægt að vinna að stöðugum umbótum og í átt að einfaldleika. Steve Jobs, forstjóri Apple, hafði þessi gildi í heiðri í sinni vöruþróun.* Ein megin lífsspeki Steve Jobs, forstjóra Apple, á vel við á vefnum. Þessi speki, eða mantra, kemur úr Zen Búddisma og snýst um fókus…

Tælandi viðmótshönnun

Hvað er það sem fær fólk til að smella og drífur fólk áfram á vefnum? Til að komast að því verðum við að þekkja notendur og hafa nokkurn skilning á sálfræði og mannlegri hegðun. Leiðir til að hafa áhrif á hegðun notenda á vefnum eru m.a. að gera hlutina meira…

Notendamiðuð hönnun: 6 stig upplifunar

Ég hef verið að glugga í tvær bækur sem fjalla um upplifun notenda og viðmótshönnun eða notendamiðaða hönnun. Báðar hafa vakið mig til umhugsunar um nálgun í vefhönnun. Hvað skiptir máli þegar við hönnum og skipuleggjum vefi? Önnur þeirra er hin klassíska Design of Everyday Things eftir Donald E. Norman,…

A/B prófanir: Bylting í vefþróun?

Líklega gera fáir sér grein fyrir því að þegar þeir heimsækja vefi eins og Amazon, Netflix, eBay eða Google að þeir fá mögulega upp aðra útgáfu en næsti maður. Um nokkurt skeið hafa stórfyrirtæki sem byggja afkomu sína á netinu notast við svokallaðar A/B prófanir til að hámarka árangur sinn. Í A/B…

BBC kann að miðla fréttum á vef

Í þessari grein ætla ég að gera framsetningu frétta á vef að umtalsefni og bera saman íslenska og breska fréttavefi. Vefur Breska ríkisútvarpsins, BBC, skarar fram úr að mínu mati en íslenskir fréttavefir standa honum langt að baki.  Það er kannski lítil sanngirni að bera vef BBC saman við íslenska…

Orð skipta máli

Ríkissjónvarpið hefur undanfarnar vikur sýnt stórgóða þætti frá BBC sem nefnast Heimur orðanna (e. Planet Word) í umsjón Stephen Fry. Þessir þættir hafa vakið mig til umhugsunar um hvernig við metum mikilvægi orðanna í netheimum. Tungumálið og tjáning með orðum er það sem greinir mannskepnuna frá öðrum verum á plánetunni…

Það geta ekki allir orðið vefhönnuðir

Í kennslustofu í grunnskóla sonar míns eru þessi skilaboð áberandi: “Allir eru góðir í einhverju, enginn er góður í öllu”. Þessa góðu speki má auðveldlega yfirfæra á grafíska hönnun og vefinn. Það er nefnilega fjarri því að allir grafískir hönnuðir séu góðir vefhönnuðir. Auglýsingastofur skilja ekki vefinn Ég hef unnið…

Verkfærakista vefstjórans

Vefstjóri, rétt eins og iðnaðarmaðurinn, þarf á verkfærum að halda í daglegum störfum. Við sem vinnum við vefstjórn erum heppin að því leyti að fjárfesting í verkfærum sligar ekki reksturinn. Þau standa nefnilega okkur til boða gjarnan án endurgjalds. Við þurfum bara að sækja þau. Á námskeiðum sem ég hef…

Notendaprófanir eru besta fjárfestingin

Á hverju ári þurfa flestir sem stýra vefsvæðum að leggja niður fyrir sér hve mikið á að fjárfesta í vefmálum. Vefstjórar í meðalstórum og stærri fyrirtækjum eru iðulega með fleiri en einn vef undir sinni stjórn, t.d. innranet og ytri vef. Til að geta unnið almennilega áætlanagerð þarf að liggja…

Hver á innranetið?

Innranetið er vandræðabarn innan flestra fyrirtækja, það er oftar en ekki illa skipulagt, lítt viðhaldið og hálf hornreka. Stjórnendur taka það gjarnan ekki nægilega alvarlega og þar með er virðing fyrir því meðal starfsmanna oft takmörkuð. Sá sem hefur umsjón með innranetinu er því oftar en ekki með verkefnið sem…