Starfsumhverfi vefstjóra á Íslandi

Þann 23. september 2015 var haldinn hádegisverðarfundur á vegum faghóps um vefstjórnun hjá SKÝ um „Hin mörgu andlit vefstjórans“. Faghópurinn, sem var endurreistur árið 2012, hefur staðið fyrir nokkrum viðburðum á hverju ári sem undantekningalaust hafa verið vel sóttir. Það er kraftur í samfélagi vefstjóra. Við höfum fengið flott fólk…

Rekum vefstjórann!

Ég er raunsæismaður að eðlisfari (sumir kalla það svartsýni). Þegar talið berst að starfi vefstjórans og virðingu fyrir starfinu þá hefur raunsæið farið í gegnum öldudali og einnig farið með himinskautum. Virðingarleysið eða skilningsleysið fyrir starfi vefstjórans fékk mig til að hefja þá vegferð sem ég hóf fyrir nokkrum árum…

Hulunni svipt af fjórum innri vefjum

Miðvikudaginn 14. janúar 2015 var haldinn fundur um innri vefi á vegum faghóps um vefstjórnun hjá Ský. Mætingin var gríðarlega góð en alls voru 220 skráðir, komnir til að rýna í innri vefi Icelandair, Marel, Fjársýslunnar og N1. Erindin voru öll áhugaverð og fjölbreytt. Fyrirlesarar kynntu nýlega vefi með ólíkri nálgun….

Áætlanagerð í vefmálum – hvað kostar vefur?

Á þessum árstíma eru margir vefstjórar að leggja lokahönd eða eru nýbúnir að skila áætlanagerð fyrir kostnað vegna vefmála árið 2015. Í þessari grein er gerð tilraun til að vega og meta þarfir og fjárfestingu vefstjóra fyrir næsta ár. Það er alltof algengt enn þann dag í dag að vefstjórar hafi…

Mitt líf sem vefráðgjafi

Það er rétt um ár síðan ég óð út í djúpu laugina, hóf eigin rekstur og kvaddi vel launað starf í banka. Í þessari grein læt ég móðan mása um árið sem er liðið og reyni að svara eftirfarandi spurningum: Var það áhættunnar virði að fara einn út í vefráðgjöf? Hef…

Smíði vefstefnu – mistök og ávinningar

Vefstjórar og aðrir sem sinna vefumsjón fá oft á tíðum ónógan stuðning að ofan og starfið getur tekið á taugarnar. Víða vantar styrkari stoðir undir vefinn og festu í skipulagi. Þá er kominn tími til að smíða vefstefnu. Ekki aðeins vefstjórans vegna heldur með hagsmuni fyrirtækisins í huga.  Á fundi…

Sumartiltekt á vef með Google Analytics

Sumarið er tíminn sem ég nota í tiltekt á vefnum og þá kemur Google Analytics í góðar þarfir. Það er yndislegt að geta unnið heilu vinnudagana án áreitis. Vá hvað maður getur komið miklu í verk! Júlí er æðislegur mánuður í vinnu. Á mínum sextán ára ferli í starfi vefstjóra…

Skynja stjórnendur mikilvægi vefmála?

Helsta áskoranir vefstjórnenda í fyrirtækjum snúa yfirleitt ekki að samkeppnisaðilum heldur að yfirmönnum, skilningsskorti þeirra og áhugaleysi á vefmálum. Fæstir stjórnendur hafa skilning á mikilvægi vefsins og rafrænnar þjónustu. Þetta er kynslóð sem elst upp við hefðbundna markaðssetningu, fjöldaframleiðslu og neyslusamfélag sem tekur mið af því. Þessi stjórnendur óttast á vissan…

Um gróðapunga og hugsjónafólk í vefheimum

Í þessum 100. pistli sem ég birti á funksjon.net langar mig að líta til baka og vera á persónulegum nótum. Ég rýni stuttlega í feril minn í vefmálum en beini fyrst og fremst sjónum mínum að vefiðnaðinum, hlutverki og hugsjónum. Af þessu tilefni hóf ég útgáfu á fréttabréfi sem ég nefni…

Þarftu fréttir á forsíðu vefsins?

Vefstjórar kannast flestir við kröfuna um að fyrirtækjavefir verði að vera lifandi. Vísasta leiðin til þess er að kalla eftir nýjum fréttum á vefinn og hafa þær áberandi á forsíðu. Þessi krafa kemur ekki frá notendum. Fréttafíklar vilja vitaskuld vera vissir um að finna nýjustu fréttir þegar þeira fara inn…