Á vefnum þarf fókus og einfaldleika

Á vefnum er mikilvægt að vinna að stöðugum umbótum og í átt að einfaldleika. Steve Jobs, forstjóri Apple, hafði þessi gildi í heiðri í sinni vöruþróun.* Ein megin lífsspeki Steve Jobs, forstjóra Apple, á vel við á vefnum. Þessi speki, eða mantra, kemur úr Zen Búddisma og snýst um fókus…

Almenn skynsemi lykilþáttur í starfi vefstjóra

Starf vefstjóra krefst yfirgripsmikillar þekkingar en er samt ekki sérfræðingsstarf. Vefstjóri er ekki útlærður í neinu fagi en þarf að þekkja mörg svið og hafa fjölbreytta hæfileika. Fyrst og síðast snýst starf vefstjórans um almenna skynsemi. Ef þú hefur hana ekki þá er starfið ekki fyrir þig. Heimilislæknir en ekki…

A/B prófanir: Bylting í vefþróun?

Líklega gera fáir sér grein fyrir því að þegar þeir heimsækja vefi eins og Amazon, Netflix, eBay eða Google að þeir fá mögulega upp aðra útgáfu en næsti maður. Um nokkurt skeið hafa stórfyrirtæki sem byggja afkomu sína á netinu notast við svokallaðar A/B prófanir til að hámarka árangur sinn. Í A/B…

Það geta ekki allir orðið vefhönnuðir

Í kennslustofu í grunnskóla sonar míns eru þessi skilaboð áberandi: “Allir eru góðir í einhverju, enginn er góður í öllu”. Þessa góðu speki má auðveldlega yfirfæra á grafíska hönnun og vefinn. Það er nefnilega fjarri því að allir grafískir hönnuðir séu góðir vefhönnuðir. Auglýsingastofur skilja ekki vefinn Ég hef unnið…

Notendaprófanir eru besta fjárfestingin

Á hverju ári þurfa flestir sem stýra vefsvæðum að leggja niður fyrir sér hve mikið á að fjárfesta í vefmálum. Vefstjórar í meðalstórum og stærri fyrirtækjum eru iðulega með fleiri en einn vef undir sinni stjórn, t.d. innranet og ytri vef. Til að geta unnið almennilega áætlanagerð þarf að liggja…

Hver á innranetið?

Innranetið er vandræðabarn innan flestra fyrirtækja, það er oftar en ekki illa skipulagt, lítt viðhaldið og hálf hornreka. Stjórnendur taka það gjarnan ekki nægilega alvarlega og þar með er virðing fyrir því meðal starfsmanna oft takmörkuð. Sá sem hefur umsjón með innranetinu er því oftar en ekki með verkefnið sem…

Twitter og biðraðamenning landans

Twitter er að taka flugið á Íslandi og ekki bara meðal nördanna. Þessi samfélagsmiðill er þó fjarri því búinn að ná viðlíka stöðu og Facebook þar sem drjúgur hluti þjóðarinnar ver tíma sínum á degi hverjum. Þegar ég held námskeið í vefmálum á vegum Endurmenntunar þá spyr ég alltaf nemendur…