Með námskeiðum og fyrirlestrum leitast ég við að styrkja vefstjóra og aðra sérfræðinga í vefmálum í starfi, vekja athygli á mikilvægi efnis og aðstoða þátttakendur við að gera betri vefi. Umsagnir þátttakenda hvetja mann líka áfram.

Frá árinu 2010 hef ég staðið fyrir námskeiðum um vefmál hjá Endurmenntun HÍ og á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Ég kenni einnig við Vefskóla Tækniskólans.

Frá hausti 2016 kenni ég námskeið í diplómanámi í vefmiðlun á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Nánari kynningu má finna í stuttu myndbandi hér fyrir neðan.

Sérnsiðin námskeið

Ég vek athygli fyrirtækja og stofnana á því að ég býð upp á sérsniðin námskeið og fyrirlestra t.d. varðandi skrif fyrir vefinn, skipulag innri vefja og undirbúning vefverkefna. Hafið samband fyrir nánari upplýsingar.