Innri vefur: Gjallarhorn eða samfélagsmiðill?

Samfélagsmiðlarnir sem við þekkjum (Facebook, Twitter, Linkedin, Pinterest o.fl.) hafa verið fyrirferðamiklir í lífi fólks undanfarin ár. Fólk ver drjúgum tíma þar, lætur skoðanir í ljós, á samskipti við vini, fjölskyldu og kunningja, deilir upplifun og þekkingu. Já og hagræðir kannski aðeins sannleikanum. En hvað með innri vefi fyrirtækja, veita…

Innri samfélagsmiðlun snýst um fólk – ekki kerfi

Hvaða fyrirheit getur fundur með yfirskriftinni „Samvinna starfsmanna með innri félagsmiðlum og aldamótakynslóðin“ gefið? Kannski félagsfræði upplýsingatækninnar? Nei, þegar betur var að gáð þá var fundurinn um samfélagsmiðlun í fyrirtækjum. Eitthvað fyrir mig, áhugamann um innri vefi og bætta upplýsingamiðlun í fyrirtækjum. Svo ég skráði mig. Fundurinn var á vegum Ský…

Fólk lýgur á Facebook

Fólk segir ósatt á Facebook. Veruleikinn er fegraður, foreldrar eru slæmir en þeir sem eru í fæðingarorlofi eru verstir. Þetta varð mér tilefni til bréfaskrifta til Facebook sem ég býð ykkur að hnýsast í. Kæra Facebook Við höfum verið vinir í nærri 6 ár og ég skammast mín fyrir að…

Ríkisstjórnin féll í upplýsingamiðlun

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur féll í upplýsingamiðlun á vorprófinu 2013. Þessi falleinkunn átti örugglega sinn þátt í að stjórnarflokkarnir guldu afhroð í kosningunum. Ný ríkisstjórn verður að draga réttar ályktanir. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi atvinnuráðherra, var í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni 2. júní. Þar fór hann yfir verk síðustu…

“Vefir eru svo mikið 2007”

Þann 27. nóvember sl. var efnt til fundar um samfélagsmiðla á vegum faghóps um vefstjórnun hjá Ský. Getur Facebook komið í stað vefs? Er hægt að búa til fyrirtæki út frá einfaldri hugmynd á Facebook? Hvernig getur símafyrirtæki nýtt samfélagsmiðla til að bæta þjónustuna?  Þessum spurningum og fleirum var svarað í…

Fyrirtæki á Facebook: Láttu líka við þig!

Fyrirtæki sem vilja nýta sér samfélagsmiðla í þjónustu og markaðssetningu þurfa að þekkja vel grundvallaratriðin áður en haldið er af stað. Það er auðvelt að gera mistök og stundum geta einföld mistök haft vondar afleiðingar. Vefstjórar sem bera gjarnan ábyrgð á Facebook síðum sinna fyrirtækja þurfa því að þekkja þessi…

Twitter og biðraðamenning landans

Twitter er að taka flugið á Íslandi og ekki bara meðal nördanna. Þessi samfélagsmiðill er þó fjarri því búinn að ná viðlíka stöðu og Facebook þar sem drjúgur hluti þjóðarinnar ver tíma sínum á degi hverjum. Þegar ég held námskeið í vefmálum á vegum Endurmenntunar þá spyr ég alltaf nemendur…