Vertu meiri rassálfur á vefnum

Á hádegisverðarfundi Ský, faghóps um vefstjórnun, þann 4. maí sl. var skyggnst inn í verkfærakistu og starf vefstjórans í fjórum erindum. Í starfi vefstjórans reynir oft á markaðsskilning, þekkingu á tækni, hæfni í verkefnastjórn og skrifum svo dæmi séu tekin. Erindin endurspegluðu þennan fjölbreytileika. Í þessari grein fjalla ég um…

Starfsumhverfi vefstjóra á Íslandi

Þann 23. september 2015 var haldinn hádegisverðarfundur á vegum faghóps um vefstjórnun hjá SKÝ um „Hin mörgu andlit vefstjórans“. Faghópurinn, sem var endurreistur árið 2012, hefur staðið fyrir nokkrum viðburðum á hverju ári sem undantekningalaust hafa verið vel sóttir. Það er kraftur í samfélagi vefstjóra. Við höfum fengið flott fólk…

Rekum vefstjórann!

Ég er raunsæismaður að eðlisfari (sumir kalla það svartsýni). Þegar talið berst að starfi vefstjórans og virðingu fyrir starfinu þá hefur raunsæið farið í gegnum öldudali og einnig farið með himinskautum. Virðingarleysið eða skilningsleysið fyrir starfi vefstjórans fékk mig til að hefja þá vegferð sem ég hóf fyrir nokkrum árum…

Hinn stóri misskilningur um vefstjórastarfið

Þeir sem vinna við vefstjórn eiga stundum erfitt með að útskýra í hverju starf þeirra felst. Það eru ýmsar ranghugmyndir í gangi og víða vantar upp á skilning og virðingu fyrir starfi vefstjórans. Það er okkar að fræða og breyta þessu en verum þolinmóð. Starf vefstjórans er tiltölulega nýtt starfsheiti…

Reynslusögur frá starfi vefstjórans

Faghópur um vefstjórnun hjá Ský efndi til hádegisfundar um starf vefstjórans 13. mars sl. Vefstjórnendur frá stjórnarráðinu, Háskóla Reykjavíkur, Landsbankanum, Bláa lóninu og mbl.is fóru yfir helstu þætti í sínu starfi og sögðu frá áhugaverðum verkefnum sem þeir hafa verið að vinna að. Líklega er starf vefstjóra aldrei nákvæmlega eins…

Ertu háseti eða skipstjóri á þínum vef?

Margir vefstjórar kannast líklega við þá upplifun að vera eins og háseti á eigin skipi. Að hafa ekki fullt umboð til athafna. Getið þið ímyndað ykkur skip þar sem enginn skipstjóri er um borð en stýrimenn skipta jafnvel tugum og gefa skipanir í allar áttir? Á fleyinu vinnur svo harðduglegur…

Almenn skynsemi lykilþáttur í starfi vefstjóra

Starf vefstjóra krefst yfirgripsmikillar þekkingar en er samt ekki sérfræðingsstarf. Vefstjóri er ekki útlærður í neinu fagi en þarf að þekkja mörg svið og hafa fjölbreytta hæfileika. Fyrst og síðast snýst starf vefstjórans um almenna skynsemi. Ef þú hefur hana ekki þá er starfið ekki fyrir þig. Heimilislæknir en ekki…