10 aðgengismál á vef sem þú átt að skoða

Okkur ber siðferðisleg skylda til að taka tillit til aðgengis á vefnum. Það eru einnig sterk fjárhagsleg rök að baki og bráðum knýr réttvísin dyra með lagasetningu. Ekki má gleyma stækkandi hópi notenda snjalltækja sem glíma við aðgengisvandamál á degi hverjum. Þrátt fyrir þessi sterku rök mæta aðgengismál gjarnan afgangi…

Fólkið í vefbransanum: Gummi Sig

Það hefur lengi blundað í mér að kynna til sögunnar fólk sem skarar fram úr í íslenska vefbransanum. Það eru nefnilega andlit og persónur á bak við þessa vefi sem við höfum fyrir augunum á hverjum degi. Þetta eru ekki eiginleg viðtöl heldur stuttar spurningar og svör um persónuna, daglegt…

Þarftu fréttir á forsíðu vefsins?

Vefstjórar kannast flestir við kröfuna um að fyrirtækjavefir verði að vera lifandi. Vísasta leiðin til þess er að kalla eftir nýjum fréttum á vefinn og hafa þær áberandi á forsíðu. Þessi krafa kemur ekki frá notendum. Fréttafíklar vilja vitaskuld vera vissir um að finna nýjustu fréttir þegar þeira fara inn…

Íslensk vefhönnun 2013 – Skalanleiki og flekahönnun

Í þessari grein rýni ég í íslenska vefhönnun. Ég gerði mér það að leik að skoða vefi sem hafa farið í loftið árið 2013. Þetta eru vefir frá nokkrum vefstofum (Kosmos og Kaos, Skapalón/Janúar, Hugsmiðjunni, TM Software og Sendiráðinu). Alls 36 vefir. Þetta er yfirborðsskoðun og gerð fyrst og fremst…

Vefannáll 2013

Árið 2013 var gott vefár, betra en mörg ár þar á undan. Og það er bjart framundan, mörg teikn á lofti með það. Í þessari grein geri ég upp árið í vefannál. Ekki vísindalega eða í réttri tímaröð. Meira persónulega. Fyrir hvað verður ársins minnst? Ekki bara eitt en þó…

Auglýsingastofur og vefmálin: Nýtt tilhugalíf?

Í stuttri sögu vefsins á Íslandi hafa vefmál verið lengst af fyrir utan radar auglýsingastofa. Vefhönnun, forritun og vefgreiningu hefur yfirleitt verið sinnt af vefstofum eða einyrkjum. Hverju sætir þetta? Og hvers vegna virðist viðsnúningur vera að eiga sér stað núna? Í dag dettur engum í hug annað en að…

Notendur lesa stundum á vefnum

Ef við ætlum að fá notendur til að lesa á vefnum þá þarf að leggja höfuðáherslu á góðan upplýsingaarkitektúr, góða hönnun og hágæða efni. Ný rannsókn Jakob Nielsen leiðir í ljós að merkilegt nokk þá lesa notendur á vefnum… stundum. Árið 1997 komst Jakob Nielsen að því í rannsókn að…

Verður 2013 ár notandans á vefnum?

Nýleg hönnunarverðlaun til gov.uk. kunna að vera tákn um breytta tíma í vefþróun. Mér kæmi ekki á óvart ef ársins 2013 yrði minnst fyrir það að það var þá sem áherslur breyttust á vefnum. Ár notandans gekk í garð. Vefurinn er varla tvítugur Veltið þið því stundum fyrir ykkur hve…

Fúnksjón ofar fagurfræði – um ljóta vefi

Ég hrífst af einfaldleika og fegurð hins smáa á vefnum. Mér leiðast ljótir vefir en ég þoli enn síður ofhlaðna og flúraða vefi sem villa mér sýn. Því ég er óþolinmóður. Fúnksjón og einfaldleiki vega þyngra en fagurfræði. Gov.uk ynni aldrei til íslenskra vefverðlauna en hann hlaut virt hönnunarverðlaun fyrir…

Íslenskir responsive / skalanlegir vefir

Upplifun viðskiptavina er stór þáttur í velgengni fyrirtækja og þar leikur vefurinn lykilhlutverk því þar er oft fyrsta (jafnvel eina) snerting viðskiptavinar við fyrirtækið. Mobile þróunin mun hafa mikil áhrif á upplifun viðskiptavina. Afar spennandi tímar eru framundan á vefnum. Stóraukin umferð í gegnum snjallsíma og spjaldtölvur breytir upplifun viðskiptavina…