Athugið! Fúnksjón vefráðgjöf hætti starfsemi 1. ágúst 2019
Fúnksjón er vefráðgjöf Sigurjóns Ólafssonar. Ég aðstoða fyrirtæki, félög og stofnanir við að gera betri og einfaldari vefi.
Ég boða nýja nálgun í vefmálum, vil auka virðingu fyrir efni á vef, efla fræðslu fyrir vefstjóra og hvet til breyttrar forgangsröðunar í vefverkefnum.
Helsta þjónusta sem Fúnksjón veitir:
- Styrkja vefstjóra í starfi með námskeiðum og fræðslu
- Aðstoða fyrirtæki við mótun vefstefnu, vefgreiningar, gerð kröfulýsinga og skipulag vefja
- Veita ráðgjöf við skrif fyrir vef, upplýsingaarkitektúr og notendaupplifun
- Bjóða upp á ráðgjöf við uppbyggingu innri vefja
Ég hef 20 ára reynslu af vefmálum hjá hinu opinbera og einkafyrirtækjum, innlendum sem alþjóðlegum verkefnum, stórum sem smáum og allt þar á milli.
Hvers vegna ættirðu að leita til mín um ráðgjöf?
- Ég á gott með að vinna með fólki
- Ég þekki umhverfið sem þú vinnur í
- Starfsferill minn á sér ekki upphaf og endi í ráðgjöf
- Ég hef ástríðu fyrir því að gera betri og einfaldari vefi
Til að kynnast minni nálgun í vefmálum mæli ég með að líta yfir 15 sannfæringar í vefmálum og skoða bloggfærslurnar með fróðleik um vefmál sem ég hef skrifað undanfarin ár.
Almenn vefráðgjöf
Sérfræðimat og vefrýni
Fáðu auga reynslunnar á vefinn. Í hnitmiðaðri skýrslu færðu samantekt á því sem er vel gert, öðru sem má bæta og færð ráðleggingar um næstu skref. Færð rýni á vefinn, hugmyndir um hvernig megi einfalda hann, skerpa fókus og greina lykilverkefni.
Undirbúningur, skipulag og endurgerð vefja
Þegar ráðist er í smíði á nýjum vef eða endurskipulag á eldri vef skiptir undirbúningur höfuðmáli. Við þurfum að kynnast notendum vefsins, rýna í þarfir þeirra og fá sjónarmið hagsmunaaðila í fyrirtækinu. Það er t.d. gert með viðtölum, notendaprófunum, flokkunaræfingum og greiningu.
Stefnumótun, vefstefna
Allir vefir þurfa leiðarljós. Smíðum skýra stefnu sem allir í teyminu skilja og fara eftir. Stefnan þarf að vera í samræmi við heildarstefnu fyrirtækisins.
Samkeppnisgreining
Hér færðu yfirlit um þjónustu og frammistöðu þeirra sem þú berð þig saman við. Sett fram á skýran hátt og þú metur stöðu vefsins í framhaldi.
Skrif og notendaupplifun
Greinaskrif / blogg
Ef þú ætlar að ná árangri í leitarvélabestun þá nærðu bestum langtímaárangri með orðum og góðu efni. Ég hjálpa þér með skrif og skipulag efnis á vefnum. Það skilar árangri.
Upplýsingaarkitektúr
Stundum þarf ekki annað en að yfirfara efni vefsins til að ná settum markmiðum. Lykilatriði er að búa til lýsandi tengla og finna réttu orðin sem leiða notendur áfram.
Úthýsing á efni
Það getur verið skynsamlegt að úthýsa verkefnum frekar en að ráða starfsmann. Ef þú vil úthýsa efninu á vefnum í heild sinni eða hluta þá skulum við setjast niður og finna gott fyrirkomulag sem hentar báðum aðilum.
Notendaupplifun
Ef þú vilt að fólk komi oftar en einu sinni á vefinn þinn þarf hann að bjóða upp á ánægjulega notendaupplifun. Lykilatriðið er að kanna hug notenda til vefsins t.d. með einföldum notendaprófunum. Vefurinn þarf að hafa gott skipulag og upplýsingaarkitektúr.
Innri vefir (innranet)
Fáum stjórnendur í lið
Ef árangur á að nást með innri vefinn þá er lykilatriði að fá stuðning stjórnenda. Fáðu mig á fund og ég hjálpa þér að tryggja stuðning við verkefnið.
Workplace og innri vefurinn
Hvað áhrif hefur innleiðing á Workplace frá Facebook á innri vefinn? Það verður að skilgreina hlutverk hvors um sig.
Reynslumikil ráðgjöf
Með yfir 20 ára reynslu af vinnu við innri vefi get ég miðlað mikilvægri reynslu og samanburði við það sem best gerist. Innri vefur Kaupþings sem ég bar ábyrgð á fékk viðurkenningu árið 2009 hjá Nielsen Norman Group sem eitt af 10 bestu innranetum í heimi og innri vefur Isavia var valinn besti innri vefurinn 2015.
Undirbúningur og þarfagreining
Á innri vef skiptir undirbúningur og þarfagreining enn meira máli en á ytri vef. Fáum fram þarfir starfsmanna, notum viðurkenndar aðferðir eins og “card-sorting” til að tryggja gott skipulag og styðjumst við notendaprófanir.
Námskeið og þjálfun
Vefstjóraþjálfun
Með reynslu af vefstjórn síðan 1997 get ég miðlað talsverðu til óreyndari vefstjóra. Góð leið til að þróast í starfi er að geta leitað í reynslubrunn og haft aðgang að þjálfara (coaching).
Námskeið og fyrirlestrar
Í starfsþróun er mikilvægt að sækja námskeið og fyrirlestra. Reglulega eru námskeið í boði á mínum vegum eða samstarfsaðila sem eru auglýst á þessum vef. Kenni einnig í Vefskóla Tækniskólans og nám í vefmiðlun við Háskóla Íslands.
Útgáfa fræðsluefnis
Á vefnum mínum finnurðu talsverðan fróðleik um flest sem lýtur að vefstjórn. Kynntu þér skrifin og farðu í áskrift. Ég er höfundur Bókarinnar um vefinn sem kom út árið 2015.
Eigum við samleið?
Hringdu 666 5560 eða sendu línu á sjon@funksjon.net
Uppfært 1. ágúst 2017