Vefur LanyrdFyrir sérfræðinga í vefmálum er nauðsynlegt að hressa upp á þekkinguna á hverju ári. Það má gera með lestri bóka, sækja námskeið, fyrirlestra, sellufundi og ekki síst svo sem eina til tvær vefráðstefnur. Í þessari samantekt má finna marga spennandi viðburði bæði hérlendis og erlendis.

Það sem dregur mig á slíka viðburði eru oftar en ekki stóru nöfnin í vefbransanum. Í gegnum tíðina hef ég verið svo heppinn að berja augum áhrifavalda eins Steve Krug, Jakob Nielsen, Stephen Anderson og Gerry McGovern. Ég á Paul Boag eftir. Oft eru þó minni spámenn sem maður græðir mest á. Tenglsanetið bíður svo ekki heldur skaða.

Fyrir mitt leyti þá er ég staðráðinn í að sækja ráðstefnu evrópskra upplýsingaarkitekta EuroIA í Edinborg í september. Þetta er árleg ráðstefna sem ég sótti í fyrra í fyrsta sinn og besta ráðstefnuupplifunin mín. Mæli sterklega með EuroIA fyrir þá sem hafa áhuga á notendaupplifun, upplýsingaarkitektúr og efnisstjórnun. Sjá samantekt á 2012 ráðstefnunni.

Á klakanum er eitt og annað í boði en viðburðir hér eiga þó sjaldnast roð í þá erlendu, eðlilega. Meðfylgjandi er afskaplega ófullkomin upptalning á ráðstefnum á sviði notendaupplifunar (UX), upplýsingaarkitektúrs (IA), vefhönnunar, efnisstjórnunar og meira að segja ein á sviði leitarvélabestunar. Tek þetta fyrir í dagatalsröð.

Vefsamkomur 2013

  • 13. mars: Starf vefstjórans – reynslusögur
    Fimm spennandi fyrirlestrar á hádegisfundi með erindum frá Landsbankanum, mbl.is, Bláa lóninu, Háskólanum í Reykjavík og forsætisráðuneytinu.
  • 17. mars: Usability week – Nielsen Norman Group
    Ég sótti svona ráðstefnu fyrir um 10 árum og gagnaðist mér ágætlega. Ekki heitasti viðburðurinn kannski. Meiri klassík en nýbylgja. Líka í boði í apríl, maí, júní og ágúst.
  • 21. mars: RIMC
    Þessa ráðstefnu þekkja margir. Þarna má læra um ýmis trikk til að komast efst í niðurstöður leitarvéla, bæði góð og gild ráð en líka helling frá gráa svæðinu.
  • 21. mars: Aðalfundur SVEF
    Nýr formaður kosinn og tækifæri til að hafa áhrif.
  • 25. mars: CONFAB í London
    Virt ráðstefna um efnisstjórnun með stórstjörnum á borð við Karen McGrane, Kristina Halvorson og Giny Redish. Þessi ráðstefna er líka í boði vestan hafs síðar á árinu.
  • 1. apríl: An Event Apart
    Ráðstefna sem mig hefur langað að sækja. Skipulögð m.a. af snillingunum í A List Apart. Þarna fá allir vefáhugamenn eitthvað fyrir sinn snúð og fjórir áfangastaðir í Bandaríkjunum í boði fram á sumar. Líka í boði 20. maí, 24. júní og 5. ágúst:
  • 3. apríl: IA Summit
    Margir spennandi fyrirlesarar í Baltimore. Þeirra á meðal Stephen Anderson sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.
  • 15. apríl: Skrif og skipulag efnis fyrir vefinn – Endurmenntun
    Námskeið sem ég kenni hjá Endurmenntun. Tveir morgnar með hagnýtum ráðum um meðferð efnis á vefnum.
  • 16. apríl: Örkynningar um notendaprófanir og mælingar á vefnum – Ský
    Nánar á sky.is.
  • 26. apríl: Vinnusofa SVEF um mælingar, prófanir og betrumbætur á vefnum.
    Nánar á svef.is.
  • 13. maí: FOWD – Future of Web Design
    Varð að koma Paul Boag að í þessari samantekt. Hann talar auk margra annarra snillinga í vefhönnun.
  • 16. maí: Örkynningar um vefgreiningartól – Ský
    Google Analytics sérstaklega tekið fyrir.
  • Júní – ágúst: Sjá t.d. An Event Apart og Usability Week.
  • 9. september: Webdagene
    Ráðstefna á vegum Netlife Research í Noregi. Þetta fyrirtæki er mjög áhugavert og býður upp á árlegar ráðstefnur um vefinn og líka innri vefi.
  • 12. september: Content Strategy Forum í Helsinki.
    Dagskrá kynnt í gengum Twitter síðu.
  • 26. september. EuroIA 2013
    Ráðstefna evrópskra upplýsingaarkitekta. Ráðstefna sem ég hef haft mest gagn af og ætla ekki að missa af heimsókn til Edinborgar í ár.

Ef þú veist um fleiri spennandi ráðstefnur þá endilega láttu vita í kommentakerfinu hér fyrir neðan og ég uppfæri listann.

Besti staðurinn að mínu mati til að finna ráðstefnur er á Lanyrd.com. Þar má leita eftir efni, fyrirlesurum, staðsetningu og elta viðburðina. Þannig fann ég EuroIA í fyrra þegar ég var að leita að ráðstefnum með Gerry McGovern. Sé ekki eftir því.

One Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.