Það er röðin komin að Ragnheiði í Hugsmiðjunni í örviðtali við fólkið í vefbransanum. Í júní birti ég viðtal við Gumma Sig vefhönnuð og eiganda Kosmos og kaos í þessum nýja flokki á bloggi mínu um fólkið í vefbransanum.

Vefakademían
Vefakademían er vitnisburður um metnað Ragnheiðar í að efla menntun í vefiðnaðinum

Það er langt gengið í október og tími til kominn að taka upp þráðinn því ætlunin er að taka viðtöl reglulega og tala við sem flesta. Þá er ég að tala um vefhönnuði, vefara, vefstjóra, stjórnendur og aðra sem við getum litið upp til og lært af.

Ragnheiður hefur komið eins og stormsveipur inn í íslenskan vefiðnað á síðustu árum. Krafturinn, gleðin og metnaðurinn skín af henni. Hún er óþreytandi í að efla íslenskan vefiðnað. Ragnheiður stýrir hinni öflugu vefstofu Hugsmiðjunni sem hefur framleitt fjölda metnaðarfullra vefja á síðustu árum. Ragnheiður er öflugur liðsmaður í SVEF og Ský, er óþreytandi að koma fram og tala máli iðnaðarins.

Á síðustu misserum hefur hún vakið sérstaka athygli á menntun í geiranum og stöðu kvenna. Það þarf fleira fólk, fleiri stelpur og öflugri fagmenntun í okkar vaxandi iðnað. Vefakademían sem margir þekkja er eitt lóð á þessar vogarskálar og ágætar horfur á að fleiri en ein menntastofnun muni bjóða upp á nám í vefþróun á komandi árum.

Kynnumst Ragnheiði örlítið. Hver er manneskjan, hvaða kemur hún og hvað hefur hún áhuga á?
[bra_border_divider]

Settu 52 vefi í loftið 2013

Nafn: Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir

Starfið í dag: Framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar sem þýðir að maður er í alls konar hlutverkum: tengiliður við viðskiptavini, starfsmannastjórnun, fjármálaspekúlant og að hugsa alla daga um nýsköpun og vöruþróun

Fyrri störf: Verkefnastjóri og forstöðumaður verkefnastofu hjá Símanum, Framkvæmdastjóri Mentis Software og vann að nýsköpunarfyrirtækinu Uppsprettu um tíma

Fjölskylduhagir: Gift Magnúsi Loga Magnússyni, IP netsérfræðingi og við eigum fjögurra ára dóttur saman, hana Sigrúnu

Menntun: Vélaverkfræðingur, með master í vöruþróun og framleiðslu frá Álaborgarháskóla. Hef líka náð mér í ýmsar vottanir í verkefnastjórnun og náði mér í grunn í markþjálfun fyrir nokkrum árum

Hvað færðu þér í morgunmat? AB mjólk og múslí

Uppáhaldsdrykkur? Kaffi

Ef ekki Ísland hvar værir þú að vinna þá? Líklega í Danmörku þar sem ég kunni bara mjög vel við mig þar á námsárunum

Besta kvikmyndin? Shawshank Redemption

Uppáhaldstónlistin? Ég er algjör alæta á tónlist og finnst frábærir hlutir að gerast í íslensku tónlistarlífi, endalaus uppspretta af algjörum snillingum

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir utan vinnunnar? Spjalla við dóttur mína, fara í bíó, hlusta á tónlist, spila, elda mat, fá gesti í heimsókn, spjalla við foreldra mína og tengdaforeldra og hlæja með því skemmtilega fólki sem ég er umkringd

Hvernig slakarðu á? Með því að gera jóga, hugleiða og tala við manninn minn um heima og geima … en líklega slaka ég lang mest á í bústaðnum okkar í Dölunum. Reyni að fara þangað sem oftast

Af hvaða verkefni ertu stoltust? Ég er gríðarlega stolt af því að við skyldum hafa náð að setja 52 vefi í loftið á síðasta ári. Svo er ég nokkuð stolt af því að hafa tekið þátt í því að setja á laggirnar fimmtu áherslulínuna, viðmótsforritun, í tölvunarfræðináminu hjá Háskólanum í Reykjavík

Stærsti áhrifavaldur í vefmálum? Held ég verði að segja að starfsfólk Hugsmiðjunnar hafi haft mest áhrif á mig enda vissi ég nánast ekki neitt um vefmál þegar ég var ráðinn sem framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar árið 2010

Besta vefbókin? The Design of Every Day Things eftir Don Norman. Sumir myndu reyndar segja að þetta væri ekki vefbók, en mér finnst hún algjörlega eiga við

Ef þú mættir aðeins vera á einum samfélagsvef, hvern myndirðu velja? Twitter

Besti vefur sem þú hefur unnið við? Ekki nokkur leið að velja á milli þeirra

Mikilvægasta viðurkenningin sem þú hefur fengið? Ég man svo stutt aftur, en það var rosalega flott viðurkenning að fá svona margar tilnefningar og verðlaun á Íslensku vefverðlaununum síðast

Er nauðsynlegt að kenna vefhönnun/vefstjórnun/vefforritun? Já, til að koma þessum bransa betur á kortið og til að laða að fleiri snillinga. Það eru samt sem áður til fullt af snillingum í þessari grein sem eru algjörlega sjálflærðir

Hvað ertu mest forvitin um þessa dagana? Vöruþróun og verkefnastjórnun – þessi tvö hugtök hafa haldið mér forvitinni í mörg ár

Tækin þín: Samsung S4 og tölvan af gerðinni Dell XPS, iPad mini og tómatarauð Urbanears Plattan headphone

Bókamerkin þín: Entrepreneur, Smashing Magazine, Skillcrush, UX Magazine, nokkur IoT blogg, Kjarninn, Blær og fleiri skemmtilegir fréttamiðlar, Wulffmorgenthaler og Kickstarter

Öppin: Cal, gmail, GTI (tasklista-forrit tengt við gmail task), Leggja, hipchat, twitter, facebook, LinkedIn, Instagram, já.is og Veður

Uppáhaldshlutur á skrifstofunni: Nýi sófinn okkar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.