Jólakveðja Fúnksjón. Mynd: Björn Erlingur Flóki Björnsson

Fúnksjón vefráðgjöf óskar dyggum fylgjendum, viðskiptavinum og öllum öðrum gleðilegrar hátíðar.

Þetta hefur verið gott vefár. Jákvæðar breytingar hafa átt sér stað. Ekki bara með stofnun Fúnksjón vefráðgjafar (!) heldur svo miklu meira og betra.

Í árslok mun ég gera upp vefárið og í upphafi nýs árs mun ég gefa heilræði fyrir vefstjóra árið 2014 líkt og ég gerði í fyrra.

Póstlistinn, Fróðleikur um vefmál, fer sístækkandi og áskrifendur mega vænta nokkurra breytinga í upphafi nýs árs, m.a. með föstum útgáfudögum og reglulegum viðtölum við fólk úr vefbransanum.

Færð þú fría læknisvitjun á vef?

Í tilefni af góðu gengi Fúnksjón og þakklæti fyrir góðar viðtökur býð ég 7 (sjö er flott tala) fylgjendum póstlistans fría klukkutíma læknisvitjun á vef.

Þeir sem eru nú þegar skráðir á póstlistann eða hafa skráð sig fyrir árslok þurfa aðeins að hafa samband fyrir 1. janúar 2014 og senda upplýsingar um vefinn og ábyrgðarmann. Fyrstir koma, fyrstir fá. Vitjunin mun eiga sér stað í ársbyrjun eða eftir nánara samkomulagi.

Eigiði góða jóladaga. Hendið burt daglegum áhyggjum en lesið þeim mun meira. Haldið í hefðirnar fyrir börnin. Munið að þessir dagar snúast um samveru og að síðustu: Einfalt er betra… svo miklu betra.

 

Ljósmynd í haus: Björn Erlingur Flóki Björnsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.