Athugið! Fúnksjón vefráðgjöf hætti starfsemi 1. ágúst 2019

Ertu með lítið vefsvæði, býrðu úti á landi / erlendis eða viltu stutt innlit á vefinn þinn án þess kosta miklu til?

Þá gæti læknisvitjun verið kostur fyrir þig. Fáðu „doktor“ Fúnksjón til að skoða vefinn þinn í allt að 60 mínútur og þú færð stutta greiningu á því sem er að virka vel og sem augljóslega má bæta.

Niðurstaða viðtalsins getur verið að ég*:

  • vísi þér áfram til annars sérfræðings (hönnuðar, forritara…)
  • skrifi upp á aðferð til að meðhöndla einfaldar lagfæringar eða
  • láti þig vita að það sé lítið sem ekkert að vefnum þínum.

Stundum finnst okkur gott að fá bara klapp á bakið frá lækninum.

Vitaskuld meina ég þér ekki að óska eftir frekari ráðgjöf. Mín væri ánægjan að bjóða þér í hóp góðra viðskiptavina.

Hvernig fer þetta fram?
Þú sendir mér línu, skilaboð með sms eða hringir í síma 666 5560. Við mælum okkur mót í gegnum síma, tengjumst í gegnum Skype eða þú kemur á skrifstofuna mína og þú færð létta greiningu á vefinn þinn.

 

 

* Þessi “ég” er alltaf Sigurjón Ólafsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.