Vefstjórar um allan heim vita ekki í hvorn fótinn þeira eiga að stíga þessa dagana gagnvart hinni örri þróun í sölu á snjallsímum. Er málið að rjúka til og smíða snjallsímaforrit (app), er nóg að setja upp farsímavef eða er núverandi vefur okkar að fulnægja okkar þörfum. Eigum við kannski bara að senda notendur á Facebook eins og Lögreglan gerir?

Okkur berast tíðindi um að umferð á netinu verði meiri með farsímum en í gegnum tölvu árið 2014. Með það í huga er tæplega hægt að halda okkur við gamla vefinn sem var kannski smíðaður árið 2007 (mjög líklega, eftir 2008 hefur vefþróun verið hæg allt þar til í ár). Hefurðu prófað að skoða vefinn ykkar í spjaldtölvu eða snjallsíma? Það er ólíklegt að notendaupplifunin sé góð.

Vefstjórar spyrja sig og leita ráða. Það er engin ástæða til að örvænta og taka illa grundaða ákvörðun í flýti. Þetta er stór spurning um kostnað til lengri tíma við vefþróun. Ef við ætlum að smíða snjallsímaforrit fyrir mismunandi gerðir af símum, sér forrit fyrir spjaldtölvur og halda einnig úti farsímavef svo BlackBerry notendur og aðrir með eldri gerðir af símum komist á vefinn okkar, þá erum við að tala um stóraukinn kostnað við vefmál fyrirtækisins.

Það þurfa ekki allir snjallsímaforrit

Vefhönnuðurinn og vefráðgjafinn Paul Boag og félagar hans í Headscape skrifa reglulega um þessi mál á vefnum Boagworld. Í nýlegum pistli er einmitt fjalla um hve vefheimurinn er óöruggur vegna þessarar þróunar. Mismunandi lausnir henta mismunandi þörfum. Ef við erum t.d. bara með hefðbundinn upplýsingavef þá er engin sérstök þörf að smíða snjallsímaforrit. Þá dugar t.d. vefur sem lagar sig vel að mismunandi upplausn og tækjum eða það sem kallað er “adaptive design” og “responsive design”. Dæmi um mjög vel heppnaðan vef af því tagi er fréttavefurinn Boston Globe. Önnur fyrirtæki sem reiða sig á mikilvæga virkni eins og bankar með sína netbanka þá er þróun snjallsímaforrits klárlega leiðin. Svo er spurning, er þörf á að smíða svokallað “native app” eða forrit sem tekur sérstaklega mið af tilteknum gerðum af símum, svo sem Android eða iPhone, eða á að fara í “web app” sem keyrir í vafra eins og hefðbundinn vefur og dæmi um það eru t.d. Facebook og Twitter.

Ráðlegging mín er að þú sem vefstjóri skoðir þarfir þíns markhóps.

  • Hvað eru margir að koma inn á núverandi vef með snjallsímum eða spjaldtölvum?
  • Er þetta sístækkandi hópur eða aðeins lítill minnihluti?
  • Hvaða lykilvirkni eða upplýsingar eru það sem notendur eru að sækja?
  • Er það þess virði að setja það upp á sér farsímavef eða smíða snjallsímaforrit?
  • Hver er kostnaðurinn og virðisaukinn fyrir notendur og fyrirtækið?
  • Er til þekking innan fyrirtæksins til að styðja við þróunina?

Það eru því miður engin algild svör til. En við næstu endurhönnun vefsins þá skaltu klárlega fara í saumana á þessum spurningum. Líklega munu flestir huga að því sem er kallað “adaptive” hönnun, sú sem lagar sig að mismunandi tækjum og upplausn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.