Athugið! Fúnksjón vefráðgjöf hætti starfsemi 1. ágúst 2019

Innri upplýsingamiðlun gegnir lykilhlutverki í rekstri fyrirtækja og stofnana. Ef henni er ekki sinnt bitnar það fljótt á ánægju starfsmanna, þar með þjónustunni og að endingu hefur áhrif á afkomuna. Orsakasamhengið er augljóst í mínum huga

Ég hef sannfæringu fyrir því að innri vefir þurfi meiri ást og umhyggju. Nýttu þér yfir 15 ára reynslu mína af innri vefjum og kannaðu skrif mín um efnið.

Fáum stjórnendur í lið

Ef árangur á að nást með innri vefinn þá er lykilatriði að fá stuðning stjórnenda. Fáðu mig á fund og ég hjálpa þér að tryggja stuðning við verkefnið.

Workplace og innri vefurinn

Hvað áhrif hefur innleiðing á Workplace frá Facebook á innri vefinn? Það verður að skilgreina hlutverk hvors um sig.

Reynslumikil ráðgjöf

Með yfir 10 ára reynslu af vinnu við innri vefi get ég miðlað mikilvægri reynslu og samanburði við það sem best gerist. Í september 2015 fór nýr innri vefur Isavia í loftið en þetta er án vafa einn flottasti innri vefur landsins. Fúnksjón vann að þarfagreiningu fyrir verkefnið. Innri vefur Kaupþings sem ég bar ábyrgð á fékk viðurkenningu árið 2009 hjá Nielsen Norman Group sem eitt af 10 bestu innranetum í heimi.

Undirbúningur og þarfagreining

Á innri vef skiptir undirbúningur og þarfagreining enn meira máli en á ytri vef. Fáum fram þarfir starfsmanna, notum viðurkenndar aðferðir eins og “card-sorting” til að tryggja gott skipulag og styðjumst við notendaprófanir.

Innri vefur Isavia – Flugan: Íslensku vefverðlaunin 2015

Í september 2015 opnaði Isavia glæsilegan innri vef og samfélagsmiðil. Vefurinn, sem er nefndur Flugan, er afrakstur mikillar vinnu þar sem fór saman vandaður undirbúningur, skýr sýn, metnaður eigenda, spennandi þróunarvinna vefstofu, gott efni, glæsileg hönnun og góð tæknileg útfærsla.

Ég tók viðtal við Heiðar Örn Arnarson, vefstjóra, og spurði út í vinnuna við vefinn og mat hans á því hvernig til tókst. Hér fyrir neðan eru skjáskot af vefnum.

Flugan fékk Íslensku vefverðlaunin í flokknum “Þjónustusvæði starfsmanna” fyrir árið 2015.

Verðlaunaður innri vefur

Mitt teymi hjá Kaupþingi hlaut viðurkenningu Nielsen Norman Group fyrir eitt af 10 bestu innrinetum 2009. Þessi viðurkenning fór ekki hátt í ársbyrjun 2009 enda korteri eftir bankahrun. Það breytir því ekki að stærri viðurkenningu er vart hægt að fá í heimi innri vefja. Hann stæði ágætlega fyrir sínu enn þann dag í dag að mínu mati. Vefurinn er tekinn fyrir í námskeiði um uppskrift að góðum innri vef.

Innri vefur Kaupþings 2008
Forsíða innri vefs Kaupþings 2008

Eigum við samleið?

Hringdu 666 5560 eða sendu línu á sjon@funksjon.net

Uppfært 1. ágúst 2017

One Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.