Facebook at Work: LAUSNIN fyrir innri vefi?

Athygli er vakin á því að eftir að þessi grein birtist hefur Facebook formlega kynnt Facebook at Work sem vöru og nefnist hún WORKPLACE. Ýmsum spurningum sem velt er upp í þessari grein hefur verið svarað m.a. um kostnað. Vísa á vef Workplace fyrir nánari upplýsingar – önnur grein um þessa…

Nýr innri vefur og samfélagsmiðill Isavia – Flugan

Isavia opnaði nýlega glæsilegan innri vef og samfélagsmiðil sem nú þegar hefur vakið verulega athygli jafnt innan sem utan fyrirtækisins. Vefurinn, sem er nefndur Flugan, er afrakstur mikillar vinnu þar sem fór saman vandaður undirbúningur, skýr sýn, metnaður eigenda, spennandi þróunarvinna vefstofu, gott efni, glæsileg hönnun og góð tæknileg útfærsla….

Innri vefur: Gjallarhorn eða samfélagsmiðill?

Samfélagsmiðlarnir sem við þekkjum (Facebook, Twitter, Linkedin, Pinterest o.fl.) hafa verið fyrirferðamiklir í lífi fólks undanfarin ár. Fólk ver drjúgum tíma þar, lætur skoðanir í ljós, á samskipti við vini, fjölskyldu og kunningja, deilir upplifun og þekkingu. Já og hagræðir kannski aðeins sannleikanum. En hvað með innri vefi fyrirtækja, veita…

Borgarstjórnarkosningar og vefmálin

Í fyrra gerði ég úttekt á frammistöðu flokkanna sem buðu fram í alþingiskosningum. Frá síðasta ári hefur orðið nokkur sveifla í báðar áttir. Einn flokkur er ósýnilegur á vefnum, nokkrir standa í stað en þrír flokkar hafa tekið sín vefmál í gegn. Niðurstaða mín 2013 var að enginn þeirra stæði…

Markaðssetning og vefurinn

Það reynist sumum vefstjórum erfitt að sinna markaðsmálum samhliða vefstjórastörfum. Þar spilar inn í að vefstjórar eru gjarnan “introvertar” og markaðsstarf krefst þess að þeir séu “extrovertar”. Ég held að það gildi um stóran hluta vefstéttarinnar að hún vill vinna sín verk í friði og kallar ekki á athygli. En…

Innri samfélagsmiðlun snýst um fólk – ekki kerfi

Hvaða fyrirheit getur fundur með yfirskriftinni „Samvinna starfsmanna með innri félagsmiðlum og aldamótakynslóðin“ gefið? Kannski félagsfræði upplýsingatækninnar? Nei, þegar betur var að gáð þá var fundurinn um samfélagsmiðlun í fyrirtækjum. Eitthvað fyrir mig, áhugamann um innri vefi og bætta upplýsingamiðlun í fyrirtækjum. Svo ég skráði mig. Fundurinn var á vegum Ský…

Fólk lýgur á Facebook

Fólk segir ósatt á Facebook. Veruleikinn er fegraður, foreldrar eru slæmir en þeir sem eru í fæðingarorlofi eru verstir. Þetta varð mér tilefni til bréfaskrifta til Facebook sem ég býð ykkur að hnýsast í. Kæra Facebook Við höfum verið vinir í nærri 6 ár og ég skammast mín fyrir að…

Ríkisstjórnin féll í upplýsingamiðlun

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur féll í upplýsingamiðlun á vorprófinu 2013. Þessi falleinkunn átti örugglega sinn þátt í að stjórnarflokkarnir guldu afhroð í kosningunum. Ný ríkisstjórn verður að draga réttar ályktanir. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi atvinnuráðherra, var í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni 2. júní. Þar fór hann yfir verk síðustu…

Kosningar: Stjórnmálaflokkarnir og vefmálin

Það eru innan við tvær vikur til kosninga og flokkarnir því flestir komnir á fleygiferð. Í þessari grein skoða ég hvernig framboðin nýta vefi og samfélagsmiðla í baráttunni. Hafa þau fólk innan sinna raða sem skilur vefinn og nýta möguleika hans? Hversu öflug eru framboðin á Facebook og Twitter?  Flokkarnir…

11 heilræði fyrir vefstjóra 2013

Árið 2012 var ágætis ár fyrir vefinn eftir heldur mögur ár frá hruni. Án þess að hafa áreiðanlega tölfræði þá virðist manni nýjum vefjum hafa fjölgað mun meira árið 2012 en undanfarin ár. Vefiðnaðurinn er líklegur til að eflast á næstu árum þar sem höfuðviðfangsefnið verður aðlögun vefja að snjallsímum…