Búdda veitir leiðsögn á vefnum

Í lok september flyt ég erindi um tengsl búddisma og notendaupplifunar á vef á ráðstefnunni EuroIA í Edinborg. Þessi titill á erindi ásamt tilkynningu um nýstofnað fyrirtæki mitt Fúnksjón vefráðgjöf var tilefni viðtals á Rás 1 mánudaginn 19. ágúst. Dagur Gunnarsson tók viðtalið fyrir þáttinn Sjónmál sem er á dagskrá…

Fúnksjón hefst handa við að bæta vefheiminn

Ný nálgun í vefmálum er boðuð hjá Fúnksjón vefráðgjöf sem nýlega hóf starfsemi. Fúnksjón vill auka virðingu fyrir efni á vef, efla fræðslu fyrir vefstjóra og hvetja til breyttrar forgangsröðunar í vefverkefnum. Helsta þjónusta sem Fúnksjón veitir: Styrkja vefstjóra í starfi með námskeiðum og fræðslu Aðstoða fyrirtæki við mótun vefstefnu,…

Notendur lesa stundum á vefnum

Ef við ætlum að fá notendur til að lesa á vefnum þá þarf að leggja höfuðáherslu á góðan upplýsingaarkitektúr, góða hönnun og hágæða efni. Ný rannsókn Jakob Nielsen leiðir í ljós að merkilegt nokk þá lesa notendur á vefnum… stundum. Árið 1997 komst Jakob Nielsen að því í rannsókn að…

Megaleiðarkerfi ryðja sér til rúms

Á Íslandi hefur megaleiðarkerfi (mega menu) sótt í sig veðrið eftir heldur rysjótta tíð undanfarin ár. Margir nýir vefir, m.a. hjá tveimur bönkum (Arion og Landsbanka), stóru háskólunum (HÍ og HR) og ríkisfyrirtækjum (Umhverfisstofnun og RSK) hafa veðjað á megaleiðarkerfið. Það hefur klárlega marga kosti en í því felst einnig…

Hvað er upplýsingaarkitektúr?

Það hefur lítið farið fyrir umræðu um upplýsingaarkitektúr á Íslandi. Reyndar man ég aðeins eftir einum Íslendingi sem hefur stundað nám í þessari fræðigrein (en eru vafalaust fleiri) og lét að sér kveða um skamma hríð. Í Evrópu og Bandaríkjunum eru öflug samfélög í kringum þessa fræðigrein en upphaf hennar…