Athugið! Fúnksjón vefráðgjöf hætti starfsemi 1. ágúst 2019

Það er öllum hollt að fá auga gestsins á vefinn. Eigendur vefja verða fljótt blindir á hvað það er sem virkar og hvað ekki. Vefstjórar hafa takmarkaðan tíma til að skoða samkeppnina, greina umferð og móta vefstefnu.

Ég get hjálpað þér að rýna vefinn, vefi samkeppnisaðilana og setja niður stefnu sem allir skilja og geta fylgt. Þú færð hnitmiðaða ráðgjöf sem nýtist þér strax til að bæta vefinn. Vandaður undirbúningur vefverkefna margborgar sig, bæði út frá buddunni og markmiðum vefsins.

Ef þú hefur tíma og áhuga þá hvet ég þig til að kynna þér greinar sem ég hef skrifað á vefinn. Þær ættu að færa þig nær því hvort áherslurnar sem þar birtast eru á pari við þínar.

Sérfræðimat og vefrýni

Fáðu auga reynslunnar á vefinn. Í hnitmiðaðri skýrslu færðu samantekt á því sem er vel gert, öðru sem má bæta og færð ráðleggingar um næstu skref. Færð rýni á vefinn, hugmyndir um hvernig megi einfalda hann, skerpa fókus og greina lykilverkefni.

Undirbúningur, skipulag og endurgerð vefja

Þegar ráðist er í smíði á nýjum vef eða endurskipulag á eldri vef skiptir undirbúningur höfuðmáli. Við þurfum að kynnast notendum vefsins, rýna í þarfir þeirra og fá sjónarmið hagsmunaaðila í fyrirtækinu. Það er t.d. gert með viðtölum, notendaprófunum, flokkunaræfingu og greiningu.

Stefnumótun, vefstefna

Allir vefir þurfa leiðarljós. Smíðum skýra vefstefnu sem allir í teyminu skilja og fara eftir. Stefnan þarf að vera í samræmi við heildarstefnu fyrirtækisins. Við mótun vefstefnu þarf að leita sjónarmiða hagsmunaaðila í fyrirtækinu, þarfa viðskiptavina og rýna í gögn um notkun vefsins. Viðtöl óháðs ráðgjafa geta reynst mjög gagnleg til að fá fram sem trúverðugasta niðurstöðu.

Samkeppnisgreining

Hér færðu yfirlit um þjónustu og frammistöðu þeirra sem þú berð þig saman við. Sett fram á skýran hátt og þú metur stöðu vefsins í framhaldi.

Eigum við samleið?

Hringdu 666 5560 eða sendu línu á sjon@funksjon.net.

Uppfært 1. ágúst 2017

3 Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.