Þarftu fréttir á forsíðu vefsins?

Vefstjórar kannast flestir við kröfuna um að fyrirtækjavefir verði að vera lifandi. Vísasta leiðin til þess er að kalla eftir nýjum fréttum á vefinn og hafa þær áberandi á forsíðu. Þessi krafa kemur ekki frá notendum. Fréttafíklar vilja vitaskuld vera vissir um að finna nýjustu fréttir þegar þeira fara inn…

Markaðssetning og vefurinn

Það reynist sumum vefstjórum erfitt að sinna markaðsmálum samhliða vefstjórastörfum. Þar spilar inn í að vefstjórar eru gjarnan “introvertar” og markaðsstarf krefst þess að þeir séu “extrovertar”. Ég held að það gildi um stóran hluta vefstéttarinnar að hún vill vinna sín verk í friði og kallar ekki á athygli. En…

Erindi frá ráðstefnu EuroIA í Edinborg

Þann 27. september hélt ég svokallað “Lightning Talk” á ráðstefnu evrópskra upplýsingaarkitekta í Edinborg, EuroIA, og erindið var búddismi og notendaupplifun. Sumir lesendur kannast líklega við umfjöllun um efnið. Ég ætla að leyfa mér að gera undantekningu á blogginu og birta í fyrsta sinn færslu á ensku þ.e. lengri útgáfu af…

Fyrirgefðu ástin. Ég varð óvart nr. 1 í Google

Það má til sanns vegar færa að ég sé nokkuð reyndur í vefmálum. Það breytir því hins vegar ekki að ég get verið stundum ansi mikill amatör og hef reyndar viðurkennt á mig fúsk. En kann ég að koma vef í fyrsta sæti í Google? Tölum um leitarvélabestun. Eða ætti…

Búdda veitir leiðsögn á vefnum

Í lok september flyt ég erindi um tengsl búddisma og notendaupplifunar á vef á ráðstefnunni EuroIA í Edinborg. Þessi titill á erindi ásamt tilkynningu um nýstofnað fyrirtæki mitt Fúnksjón vefráðgjöf var tilefni viðtals á Rás 1 mánudaginn 19. ágúst. Dagur Gunnarsson tók viðtalið fyrir þáttinn Sjónmál sem er á dagskrá…

Hættum að vera löt, einföldum vefinn

Tæknin hefur gert okkur löt. Við framleiðum of mikið af upplýsingum. Mikilvægu skilaboðin týnast í kjaftæði. Tökum til á vefnum áður en illa fer. Við heyrum reglulega í fréttum um flóð sem ógna tilveru fólks um allan heim. Þetta eru náttúruhamfarir sem eðlilega vekja athygli. Það heyrist hins vegar minna…

Er vefurinn þinn forarpyttur?

Hvað á sundlaug skylt með vef? Ekki margt í fjótu bragði en þó er hreinlæti á báðum stöðum afar mikilvægt. Munurinn á þessum stöðum liggur m.a. í því að ef sundlaugin vanrækir þrifin til lengri tíma þá verður henni lokað en vefur getur fengið að mengast svo árum skiptir án…

Viðvörun! Nýr texti á vefinn

Hversu flókið er að skrifa fyrir vef eða skipuleggja efni á vefnum? Ekki svo flókið í rauninni. Nokkrar grundvallarreglur þarf að hafa í heiðri en fyrst og fremst snýst verkefnið um aga. Ef þú ert vefstjóri í fyrirtæki þá er líklegt að þú fáir skilaboð í pósthólfið á hverjum degi…

Er mál til komið að handskrifa vefi?

Orðavaðall er ein mesta ógnin við góða upplifun á vef. Það er svo auðvelt að skrifa langlokur og láta móðan mása við lyklaborðið. Við gefum okkur ekki tíma til að vinna textann. “Ég hefði skrifað styttra bréf en ég hafði ekki tíma í það” Þessi tilvitnun er höfð eftir franska…

Mobile er himnasending fyrir efni á vef

Þurfum við að setja okkur í ákveðnar stellingar þegar við skrifum fyrir vefi sem eru skoðaðir í snjallsímum og spjaldtölvum? Nei. Við skrifum ekki sérstaklega fyrir mobile en þess í stað leggjum við enn meiri þunga á grundvallaratriðin í skrifum fyrir vef. Í skrifum fyrir vefinn leggjum við í inngangi…